Erlent

Tvö dauðsföll rakin til hitabylgju

Þótt sólskinsbros leiki um varir Reykvíkinga, bölva ýmsir hitanum í sand og ösku. Mannskepnan vill alltaf það sem hún ekki hefur. Á meðan Íslendingar þrá ekkert heitar en sól og hita geta sumir ekki beðið eftir næsta kalda rigningardegi.

Í Kaliforníu er hitinn að gera út af við marga og varla hægt að skammast út í þessa verkamenn þó að afköstin séu öllu minni en alla jafna. Þá eiga gamalmennin erfitt uppdráttar og tvö dauðsföll hafa verið rakin beint til hitanna. Allur þessi hiti kallar á mikla orkunotkun og rafmagni hefur slegið út víða um Bandaríkin og samgöngur raskast.

Um alla Evrópu hafa verið hitabylgjur undanfarið og í Frakklandi, Þýskalandi og á Ítalíu hefur hitinn farið vel yfir þrjatíu gráður í dag. Í Bretlandi hefur ekki verið heitara í júlí í meira en öld en einmitt í dag og þykir sumum nóg um. Þar er stemmningin þó meira eins og hér á klakanum og skapið líklega verst hjá þeim sem þurfa að húka inni við. Hinir gera sér glaðan dag og kíkja í almenningsgarða, nú eða fá sér bara léttan sundsprett.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×