Hafnarfjarðarmafían verður eflaust í sínu besta formi á leiknum í kvöldMynd/E.Stefán
Síðari leikur FH-inga og eistnesku meistaranna TVMK Tallin í forkeppni meistaradeildar Evrópu fer fram í Kaplakrika í kvöld og verður sýndur beint á Sýn. Hafnfirðingar unnu frækinn 3-2 sigur ytra í fyrri leiknum og eru því í góðri stöðu fyrir hinn síðari í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 19:15.