Viðskipti innlent

Vísitala byggingarkostnaðar hækkaði um 4,14 prósent

Vísitala byggingarkostnaðar, reiknuð eftir verðlagi um miðjan þennan mánuði og gildir fyrir ágúst, hækkaði um 4,14 prósent frá júní, samkvæmt útreikningum Hagstofu Íslands.

Að sögn Hagstofunnar tóku endurskoðaðir kjarasamningar iðnaðarmanna og verkafólks gildi 1. júlí síðastliðinn og hækkuðu laun í byggingarvísitölunni að meðaltali um 8,1 prósent (áhrif á vísitöluna eru 3,2 prósent).

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala byggingarkostnaðar hækkað um 11,8 prósent, samkvæmt Hagstofunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×