Sport

Fastlega reiknað með að Eiður fari frá Chelsea

Orðrómur er á kreiki á Englandi um að Eiður Smári sé á förum frá félaginu
Orðrómur er á kreiki á Englandi um að Eiður Smári sé á förum frá félaginu NordicPhotos/GettyImages

Breska blaðið Independent greinir frá því í dag að Englandsmeistarar Chelsea ætli að gera enn eina tilraunina til að krækja í framherjann Andriy Shevchenko hjá AC Milan í sumar. Í þessari sömu grein er sagt frá því að Chelsea sé einnig á höttunum eftir tveimur enskum landsliðsmönnum frá Tottenham og að líkum leitt að því að Eiður Smári Guðjohnsen gæti orðið partur af leikmannaskiptum milli Lundúnaliðanna.

Talið er víst að þýski miðjumaðurinn Michael Ballack gangi í raðir Chelsea í sumar og í kjölfarið yrðu líklega færri tækifæri fyrir Eið Smára í byrjunarliðinu, en þrálátur orðrómur hefur verið á kreiki um að hann sé að fara frá félaginu. Þá er talið að Chelsea muni örugglega gera enn eina tilraunina til að krækja í Úkraínumanninn Shevchenko frá AC Milan og ætli að bjóða framherjann Hernan Crespo sem bónus.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×