Glitnir hefur aldrei hagnast meira á einum ársfjórðungi en hann gerði fyrstu þrjá mánuði ársins. Hagnaður samstæðunnar nam rúmum níu milljörðum króna eftir skatta og er það þrefalt meira en á sama ársfjórðungi í fyrra.
Bankinn fékk sextíu prósent af hagnaði sínum erlendis frá og er það í fyrsta sinn sem meira en helmingur hagnaðar bankans er frá útlöndum.