Sport

Rooney hugsanlega skipt út á síðustu stundu

Wayne Rooney er á forsíðum allra blaða í Englandi þessa dagana og þjóðin er agndofa yfir meiðslum hans
Wayne Rooney er á forsíðum allra blaða í Englandi þessa dagana og þjóðin er agndofa yfir meiðslum hans NordicPhotos/GettyImages

Sven-Göran Eriksson hefur þann möguleika að skipta Wayne Rooney út úr enska landsliðshópnum einum sólarhring fyrir opnunarleik liðsins í keppninni þann 10. júní samkvæmt reglum FIFA, en fari svo, má Rooney ekki koma neitt við sögu í með liðinu í keppninni.

Reglur FIFA segja að skipta megi einum leikmanni út og fá annan í staðinn ef liðið getur sýnt fram á að hann sé alvarlega meiddur. Eriksson þarf að nefna endanlegan 23-manna hóp sinn þann 15. maí, en tilkynnir fyrsta hópinn þann 8. maí.

Sir Alex Ferguson var lítið hrifinn af yfirlýsingum landsliðsþjálfarans í gær, þegar hann sagðist ætla að taka Rooney með á HM hvort sem hann yrði heill heilsu eða ekki og sagði ekki sniðugt að tefla í tvísýnu með heilsu hans. Rooney er með brákað bein í ristinni og flestir efast um að hann geti hjálpað enska liðinu á HM fyrir vikið.

Enska knattspyrnusambandið þrætti fyrir það nú rétt áðan að þeir Eriksson og Ferguson stæðu í deilum vegna Rooney og benti á að lausn yrði fundin á málinu sem allir gætu sætt sig við.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×