Supernova í slæmum málum 21. ágúst 2006 00:01 Nafnið gæti verið stolið frá hljómsveit sem þegar hefur gefið út þrjár breiðskífur og átti lagið Chewbacca í kvikmyndinni Clerks. Rokkbandið Supernova hefur ákveðið að fara í mál við nafna sína í sjónvarpsþættinum Rock Star: Supernova sem sýndur er á Skjá einum en þættirnir hafa notið mikilla vinsælda hér á landi enda Magni „okkar" Ásgeirsson að gera góða hluti þar vestra. Fyrrnefnda hljómsveitin er ef til vill ekki mörgum kunn en hún átti þó lagið Chewbacca í kvikmyndinni Clerks. Langar og strangar samningaviðræður hafa staðið yfir bak við tjöldin en í júní slitnaði upp úr þeim og því ákvað Supernova að fara með málið fyrir dómstóla í San Diego. Hljómsveitin vill koma í veg fyrir að Supernova-sjónvarpsbandið noti nafnið í markaðsskyni enda myndi það skaða leið hennar á toppinn, en frá þessu greinir fréttavefur CNN. Lögfræðingur sveitarinnar, John Mizhir Jr., sagði að sveitin sæi enga aðra leið en að fara með málið í þennan farveg þar sem hún vildi tryggja að nafnið yrði hennar því hljómsveitarmeðlimir hefðu unnið að því hörðum höndum að festa það í sessi. „Við reyndum að fara mjúku leiðina með samningum en töluðum fyrir daufum eyrum," sagði Mizhir. Upprunalega Supernova-hljómsveitin var stofnuð árið 1989 af þeim Jodey Lawrence, Art Mitchell og David Collins en sveitin hefur þegar gefið út þrjár breiðskífur. Sveitin hefur verið á tónleikaferðalagi um Kaliforníu, Arizona og Nevada en samkvæmt talsmanni hennar er ný plata í undirbúningi. Rock Star Supernova Mest lesið Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Lífið Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Lífið Fleiri fréttir Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Sjá meira
Rokkbandið Supernova hefur ákveðið að fara í mál við nafna sína í sjónvarpsþættinum Rock Star: Supernova sem sýndur er á Skjá einum en þættirnir hafa notið mikilla vinsælda hér á landi enda Magni „okkar" Ásgeirsson að gera góða hluti þar vestra. Fyrrnefnda hljómsveitin er ef til vill ekki mörgum kunn en hún átti þó lagið Chewbacca í kvikmyndinni Clerks. Langar og strangar samningaviðræður hafa staðið yfir bak við tjöldin en í júní slitnaði upp úr þeim og því ákvað Supernova að fara með málið fyrir dómstóla í San Diego. Hljómsveitin vill koma í veg fyrir að Supernova-sjónvarpsbandið noti nafnið í markaðsskyni enda myndi það skaða leið hennar á toppinn, en frá þessu greinir fréttavefur CNN. Lögfræðingur sveitarinnar, John Mizhir Jr., sagði að sveitin sæi enga aðra leið en að fara með málið í þennan farveg þar sem hún vildi tryggja að nafnið yrði hennar því hljómsveitarmeðlimir hefðu unnið að því hörðum höndum að festa það í sessi. „Við reyndum að fara mjúku leiðina með samningum en töluðum fyrir daufum eyrum," sagði Mizhir. Upprunalega Supernova-hljómsveitin var stofnuð árið 1989 af þeim Jodey Lawrence, Art Mitchell og David Collins en sveitin hefur þegar gefið út þrjár breiðskífur. Sveitin hefur verið á tónleikaferðalagi um Kaliforníu, Arizona og Nevada en samkvæmt talsmanni hennar er ný plata í undirbúningi.
Rock Star Supernova Mest lesið Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Lífið Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Lífið Fleiri fréttir Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“