Körfubolti

Spánverjar í góðum málum

Pau Gasol og félagar í spænska landsliðinu unnu öruggan sigur á Þjóðverjum í dag
Pau Gasol og félagar í spænska landsliðinu unnu öruggan sigur á Þjóðverjum í dag NordicPhotos/GettyImages

Spánverjar tryggðu sér í dag sæti í 16-liða úrslitunum á HM í körfubolta sem fram fer í Japan með öruggum 92-71 sigri á Þjóðverjum í dag. Spánverjar hafa unnið alla þrjá leiki sína á mótinu til þessa, en Þjóðverjar ættu að komast áfram þrátt fyrir tapið. Liðið hefur unnið tvo leiki og tapað einum.



Juan Carlos Navarro skoraði 20 stig fyrir Spán, Jose Calderon skoraði 19 og Pau Gasol 16 stig - en það var öðru fremur góður varnarleikur liðsins gegn Dirk Nowitzki sem lagði grunninn að góðum sigri Spánverja, en Nowitzki tók aðeins 9 skot í leiknum og endaði með 14 stig.

Frakkar unnu varnarsigur á Nígeríumönnum 64-53 og hafa nú unnið tvo af þremur leikjum sínum á mótinu, sem ætti að nægja liðinu til að komast áfram án leikstjórnanda síns Tony Parker frá San Antonio Spurs, sem er meiddur.

Þá unnu Serbar sinn fyrsta leik í þremur tilraunum á mótinu þegar liðið burstaði Líbanon 104-57, þar sem Darko Milicic skoraði 20 stig og hitti úr 8 af 11 skotum sínum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×