Innlent

Vísitalan hækkaði um 0,8% í morgun

Vísitalan hækkaði um 0,8 % í morgun. Fram kemur á vef Glitnis að ICEX-15 hækkaði um 1,9% á föstudaginn síðastliðinn og var það áttundi viðskiptadagurinn í röð sem vísitalan hækkaði. Hækkunin undanfarna daga hefur aðalega verið drifin áfram af hækkun á bréfum í Kaupþing banka en bréf félagsins hafa hækkað um 9,5% á einni viku. Kaupþing banki vegur þungt innan ICEX-15 og er því sjaldnast mikill munur á ávöxtun ICEX-15 og ávöxtun bréfa bankans.

Á vef Glitnis segir einnig að ef litið er á þróunina frá áramótum þá eru það ekki fjármálafyrirtækin sem hafa vinninginn heldur Actavis (+30%), Atlantic Petroleum (+27%) og Marel (+24%).




Fleiri fréttir

Sjá meira


×