Innlent

Stefna borgarinnar og Strætó tekin fyrir

Reykjavíkurborg og Strætó bs. hafa stefnt olíufélögunum vegna samráðs þeirra og krefjast skaðabóta upp á samtals 157 milljóna króna. Fyrirtaka var í málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun, þar sem stefnandi og verjandur kröfðust frestunar á málunum tveimur í þrjár vikur sem þeir hyggjast nota til frekari gagnaöflunar.

Reykjavíkurborg krefst 138 milljóna króna í skaðabætur og Strætó bs. krefst nítján milljóna króna. Olíufélögin sem um ræðir eru Esso, Olís og Skeljungur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×