Innlent

Strandamaður sigurvegari

Meistaramótið í fyrra Heimamaður og dýralæknir tóku best á hrútunum á meistaramóti í hrútaþukli.
Meistaramótið í fyrra Heimamaður og dýralæknir tóku best á hrútunum á meistaramóti í hrútaþukli.

Strandamaðurinn Kristján Albertsson frá Melum og Sigurður Sigurðarson dýralæknir voru sigurvegarar á meistaramóti í hrútaþukli sem haldið var á Ströndum í gær. Um fimmtíu keppendur kepptu í tveimur flokkum. Flokki vanra þar sem reyndir hrútadómarar meta gæði hrúta og í flokki óvanra þar sem tilfinningin ræður.

Sigurður sá út röðina án þess að taka mikið á hrútunum, segir Jón Jónsson á Kirkjubóli, skipuleggjandi mótsins. Sigurður sigraði í flokki óvanra og keppti á mótinu fyrir hönd Kvæðamannafélagsins Iðunnar sem var á Hólmavík í tilefni landsmóts hagyrðinga. Hann setti fram ansi snjallan rökstuðning og söng vísurnar sem hann hafði ort á meðan á keppninni stóð, bætir Jón hlæjandi við.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×