Sport

Haukar unnu hjá körlunum

Haukar báru sigurorð af HK í úrslitaleik Reykjavík Open sem fram fór um helgina með 31 marki gegn 27.

Páll Ólafsson, þjálfari Hauka, var að vonum sáttur með sigurinn á mótinu og sagði að handboltinn sem spilaður var á þessu móti hafi verið nokkuð góður miðað við það að liðin séu aðallega búinn að vera að vinna í líkamlega þættinum á æfingum til þessa. "Ég er sáttur við hópinn eins og hann er og þetta er sá hópur sem ég ætla að vera með," sagði Páll. Hann gagnrýndi samt sem áður tímasetninguna á þessu móti og sagði það vera alltof snemma.

Undir þá gagnrýni tók Gunnar Magnússon, aðstoðarþjálfari HK. "Það er mánuður í mót og að mínu mati er þetta mót 2 vikum of snemma," sagði Gunnar. Hann var samt sáttur við sína menn á mótinu en bætti því við að von væri á rússneskum línumanni í næstu viku og þá væri endanlegur hópur klár fyrir veturinn hjá HK.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×