Innlent

Fleiri börn í heilsdagsvistun en áður

setbergsskóli Nær öll börn í 1.-4. bekk skólans eru í heilsdagsvistun.
setbergsskóli Nær öll börn í 1.-4. bekk skólans eru í heilsdagsvistun.

Vel hefur gengið að manna heilsdagsskóla í Hafnarfirði og í Setbergsskóla bíða engin börn eftir plássi.

Guðríður Óskarsdóttir, skólastjóri Setbergsskóla, segir starfsfólk skólans, eins og til dæmis skólaliða, starfa við heilsdagsskólann og að hann sé fullmannaður nú í haust.

Börn í 1-4 bekk eiga rétt á heilsdagsvistun og sótt er um fyrir nánast öll börn á þessum aldri, segir Guðríður og bætir við að þetta sé breyting frá því fyrir nokkrum árum þegar fleiri börn fóru heim eftir hefðbundinn skóladag. Sömu sögu má segja í Kópavogi en þar greina skólastjórnendur einnig aukna eftirspurn eftir heilsdagsvistun fyrir börn.

Samkvæmt upplýsingum Árna Þórs Hilmarssonar, framkvæmdastjóra fræðslusviðs í Kópavogi, er staðan góð og búið að útvega flestum börnum bæjarfélagsins pláss í heilsdagsvistun. Enn bíða þó fjórtán börn eftir vistun við Snælandsskóla og þar er verið að auglýsa eftir starfsfólki.

Samkvæmt upplýsingum hjá Akureyrarbæ er nánast búið að manna allar stöður heilsdagsskóla í bænum. Einungis 37 prósent barna í 1.-4. bekk eru í heilsdagsvistun á vegum skólanna og flest þeirra eru í fyrsta og öðrum bekk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×