Tónlist

Árlegir tónleikar

Einar Bárðarson hefur skipulagt tónleikana frá upphafi, og segir þá vera hluta af jólaundirbúningnum.
Einar Bárðarson hefur skipulagt tónleikana frá upphafi, og segir þá vera hluta af jólaundirbúningnum.

Tónleikar til styrktar Styrktarfélagi krabbameinssjúkra barna fara fram í Háskólabíói í áttunda skiptið 28. desember næstkomandi. Rjómi íslenskra tónlistarmanna leggur málefninu lið á ári hverju, en skipulagning hefur frá upphafi verið í höndum umboðsmanns Íslands, Einars Bárðarsonar. Allir tónlistarmenn og aðrir sem að tónleikunum koma gefa vinnu sína, en Háskólabíó leggur til húsnæðið.

„Þetta er bara partur af hátíðarundirbúningnum hjá mér, og mér finnst þetta bara ómissandi," segir Einar Bárðarson, sem kveðst vera afar stoltur af verkefninu. Listi tónlistarmanna er þegar orðinn nokkuð langur, en þó á eflaust eftir að bætast við hann. Sálin hans Jóns míns er þar fremst í flokki, en hljómsveitin sú hefur verið með frá upphafi. Meðal annarra þátttakenda má nefna Bubba Morthens, Magna og Á móti sól, Pál Óskar, Garðar Thór Cortes og stúlknasveitina Nylon. Miðasala hófst í gær og fer fram á midi.is, í Skífunni og verslunum BT á landsbyggðinni.

Magni okkar Ásgeirsson er aðeins einn af þeim þekktu tónlistarmönnum sem gefa vinnu sína fyrir styrktartónleikana. MYND/Pjetur


.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×