Innlent

Samkomulag framlengt

Rannveig Rist, forstjóri Alcan, og Friðrik Sophusson, forstjóri Landsvirkjunar, undirrituðu í dag samkomulag sem framlengir fram á mitt næsta ár viljayfirlýsingu fyrirtækjanna um gerð raforkusamnings til stækkunar álversins í Straumsvík.

Í tilkynningu segir að þetta sé formleg staðfesting á því að samninganefndir fyrirtækjanna hafi náð samkomulagi um rafmagnsverð. Stefnt er að því að klára rafmagnssamning á næstu vikum og leggja fyrir stjórnir fyrirtækjanna á næsta ári. Samningurinn er gerður með fyrirvara um að Hafnfirðingar samþykki stækkun álversins í atkvæðagreiðslu í vor.

Þá undirrituðu Rannveig og Friðrik einnig í dag samning milli Alcan og Landsvirkjunar um skiptingu kostnaðar vegna næsta skrefs í undirbúningi virkjana í Neðri-Þjórsá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×