Innlent

Fjöldaslagsmál í Hraunbænum

Lögreglan í Reykjavík var kölluð út að heimahúsi í Hraunbæ í Árbænum þar sem fjöldaslagsmál brutust út eftir að hópur unglinga reyndi að ryðjast inn í samkvæmi sem þar fór fram.

Slagsmálin voru að mestu yfirstaðin þegar lögreglan kom á vettvang og þurfti ekki að flytja neinn á slysavarðstofu að þessu sinni.

Talið er að allt að 200 manns hafi verið á svæðinu þegar mest var.

Tveir strákar á aldrinum 16 til 18 ára voru handteknir en var síðan sleppt að yfirheyrslum loknum. Þeir verða þó kærðir fyrir að hlýða ekki fyrirmælum lögreglu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×