Innlent

Bilun í ljósleiðarakerfi Símans

Eva Magnúsdóttir, upplýsingafulltrúi Símans.
Eva Magnúsdóttir, upplýsingafulltrúi Símans. MYND/Gunnar V. Andrésson

Bilun á ljósleiðarakerfi Símans hefur haft áhrif víða um land á fjarskipti og ljósvakaútsendingar en búist er við því að viðgerð ljúki fyrir hádegi.

Hjá Evu Magnúsdóttur, upplýsignafulltrúa Símans hefur bilunin áhrif á ADSL samband Símans á Hvammstanga. Þá næst Skjár einn ekki í Hveragerði og á Selfossi, nema hjá þeim sem eru með sjónvarpsmerkið í gegnum ADSL tengingu.

Þessi bilun veldur því einnig að útsendingar miðla 365 liggja niðri víða á Norður og Austurlandi. Auk þess eru staðbundnar truflandir eru á útsendingu Ríkisútvarpsins, á Rás eitt á Norður- og Austurlandi.

Bilunin hefur til dæmis áhrif á farskiptakerfi Landhelgisgæslunnar, að sögn Evu. Bilunin varð í kerfinu síðdegis í gær en búist er við því að búið verði að gera við þessa bilun og koma öllu í samt lag nú fyrir hádegi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×