Sport

Markasúpa á Skaganum

Arnar og Bjarki eru báðir komnir á blað hjá ÍA í dag eftir ótrúlegan fyrri hálfleik gegn ÍBV
Arnar og Bjarki eru báðir komnir á blað hjá ÍA í dag eftir ótrúlegan fyrri hálfleik gegn ÍBV

Nú er kominn hálfleikur í viðureignum dagsins í Landsbankadeildinni, en hér er um að ræða næst síðustu umferð mótsins. FH-ingar eru komnir langt með að tryggja sér þriðja Íslandsmeistaratitilinn í röð, en þeir hafa 2-0 forystu gegn Víkingi á heimavelli sínum og ráða algjörlega ferðinni. Fimm mörk litu dagsins ljós í fyrri hálfleiknum.

Allan Dyring hefur skorað mæði mörk FHinga gegn Víkingi í Kaplakrika og því ljóst að Íslandsmeistararnir eru í afar góðum málum.

Hafþór Ægir Vilhjálmsson og Arnar og Bjarki Gunnlaugssynir hafa skorað mörk Skagamanna gegn ÍBV í fallslagnum á Skipaskaga, en Bo Henriksen og Andri Ólafsson skoruðu mörk Eyjamanna.

Staðan í leik Keflavíkur og Vals í Keflavík er jöfn 1-1, þar sem nafnarnir Guðmundur Steinarsson og Guðmundur Benediktsson skoruðu mörkin.

Nenad Zivanovic hefur komið Blikum í 1-0 gegn Fylki í Árbænum og þá eru Grindvíkingar í mjög slæmum málum á KR velli, þar sem heimamenn hafa yfir 1-0 á marki Mario Cizmek, en suðurnesjamennirnir eru manni færri frá 33. mínútu eftir að David Hannah var vikið af leikvelli eftir að hafa brotið á Björgólfi Takefusa sem komst einn innfyrir vörn Grindvíkinga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×