Innlent

Krefst aðgangs að hlerunargögnum

Kjartan Ólafsson, fyrrverandi alþingismaður og ritstjóri, hótar málsókn gegn Þjóðskjalasafni og menntamálaráðherra verði honum neitað um að sjá gögn um hleranir stjórnvalda á tímum kalda stríðsins. Aðstoðarmaður menntamálaráðherra vísar í þingskipaða sérfræðinefnd sem falið var að meta þessi gögn en Kjartan telur þetta ófullnægjandi svar.

Í vor upplýsti Guðni Th Jóhannesson sagnfræðingur að símar fjölda manna þar á meðal alþingismanna voru hleraðir í nokkrum tilvikum á kaldastríðsárunum. Guðni fékk aðgang að gögnum stjórnvalda um þessar hleranir. Fullvíst má telja að Kjartan Ólafsson, var einn þeirra sem varð fyrir þessum hlerunum fyrr á árum. Þjóðskjalasafn hefur neitað honum um sama aðgang að gögnunum og Guðni fékk. Þessu vill Kjartan ekki una og krefur menntamálaráðherra skýringa. Vísar Kjartan til þess að hann sé sagnfræðingur eins og Guðni - auk þess beinn málsaðili. Það er því verði að brjóta jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar - að hans mati. Hann segist fara með málið fyrir dómstóla ef hann fái ekki að sjá þessi hlerunargögn á Þjóðskjalasafninu.

Ekki náðist í Þorgerði katrínu Gunnarsdóttur, menntamálaráðherra vegna málsins en hún er stödd í Kína. Það eru þó vísbendingar um að menntamálaráðuneytið, sem Þjóðskjalasafn heyrir undir, muni hafna erindi Kjartans því Steingrímur Sigurgeirsson, aðstoðarmaður ráðherra vísar til þess að alþingi hafi skipað nefnd fræðimanna til að fara ofan í saumana á þessu máli. Það er þó röklaust að vísa til þessarar nefndar segir Kjartan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×