Erlent

Hagsældin vex hratt

Á reiðhjóli í Sjanghaí Nýjar byggingar rísa hratt í Kína um þessar mundir.fréttablaðið/ap
Á reiðhjóli í Sjanghaí Nýjar byggingar rísa hratt í Kína um þessar mundir.fréttablaðið/ap

Efnahagur Kínverja er í örum vexti þessi misserin. Hagvöxtur á síðasta ársfjórðungi nam 11,3 prósentum og hefur ekki verið meiri í áratug.

Kínversk stjórnvöld óttast að miklar byggingarframkvæmdir og örlæti banka á lánsfé geti ýtt af stað verðbólgu. Talið er líklegt að þau bregðist við þeirri hættu með því að hækka vexti og fella gengið.

Útflutningur hefur einnig vaxið hröðum skrefum, en verðbólga mælist þó aðeins 1,3 prósent um þessar mundir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×