Erlent

Norðmenn óttast fuglaflensu

Fuglaflensa
Norðmenn óttast að fuglaflensa hafi borist inn í landið frá Danmörku.
nordicphotos/afp
Fuglaflensa Norðmenn óttast að fuglaflensa hafi borist inn í landið frá Danmörku. nordicphotos/afp

Norðmenn óttast nú að fuglaflensa hafi borist inn í landið með ólöglegri sölu á fuglum frá Danmörku, kemur fram í frétt Aftenposten í gær. Þó ekki sé um mannskæða veiruafbrigðið að ræða líta Norðmenn málið afar alvarlegum augum.

Nær ómögulegt er að finna alla fuglana, sem flestir voru hænsnfuglar keyptir til undaneldis, en frá janúar fram í mars keyptu Norðmenn fugla frá Viborg í Danmörku fyrir um 750.000 íslenskar krónur.

Norsk yfirvöld fara þess á leit við þá sem gætu hafa keypt fugla frá Viborg að þeir hafi samband við sig og láti aflífa fugla sína.

Um tuttugu þúsund fuglar voru aflífaðir í Viborg í síðustu viku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×