Hitamet slegið á Bretlandi 20. júlí 2006 07:45 Í sólbaði Þessi stúlka virtist ekki þjást mikið í hitanum á Trafalgartorgi í London í gær, að minnsta kosti ekki á meðan hún gat legið kyrr við gosbrunninn. MYND/Nordicphotos/afp Hitinn í Bretlandi í gær var svo mikill að ljónunum í dýragarði í héraðinu Essex voru gefnir ísmolar með blóðbragði. Dómarar fengu leyfi til að taka niður hárkollurnar í dómsölum landsins, vaktir konunglegra varða við Buckingham-höll voru styttar í klukkustund og yfirborð vega bráðnaði víðs vegar um landið. Hitinn fór í nær 37 gráður og hafa Bretar ekki séð slíkan hita í júlí í manna minnum. Hitamet júlímánaðar sem staðið hefur síðan árið 1911 var slegið, en þá mældist hitinn 36 gráður. Neðanjarðarlestin í London er ekki loftkæld og að sögn blaðsins Evening Standard fór hitinn í 47 gráður, við litla hrifningu farþega. Afar heitt var í mörgum Evrópulöndum og hvöttu yfirvöld fólk til að drekka mikið vatn, halda sig í skugga og huga sérstaklega að öldruðum, veikum og börnum. Að sögn yfirvalda í Frakklandi hafa níu manns látist vegna hitabylgjunnar. Árið 2003 létust meira en 15.000 manns í Frakklandi vegna hitabylgjunnar sem reið þá yfir Evrópu. Tveir hafa látist á Spáni og tveir í Hollandi, þar sem fjögurra daga gönguhátíð var aflýst vegna veðurs. Meðalhitinn í Englandi í júlí er 21,2 gráður, en heitasti dagur sem mælst hefur í Bretlandi var í ágúst árið 2003, þegar hitinn fór upp í 38,5 gráður. Varar veðurstofa Bretlands við því að það met gæti fallið á næstu dögum. Erlent Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Fleiri fréttir Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Sjá meira
Hitinn í Bretlandi í gær var svo mikill að ljónunum í dýragarði í héraðinu Essex voru gefnir ísmolar með blóðbragði. Dómarar fengu leyfi til að taka niður hárkollurnar í dómsölum landsins, vaktir konunglegra varða við Buckingham-höll voru styttar í klukkustund og yfirborð vega bráðnaði víðs vegar um landið. Hitinn fór í nær 37 gráður og hafa Bretar ekki séð slíkan hita í júlí í manna minnum. Hitamet júlímánaðar sem staðið hefur síðan árið 1911 var slegið, en þá mældist hitinn 36 gráður. Neðanjarðarlestin í London er ekki loftkæld og að sögn blaðsins Evening Standard fór hitinn í 47 gráður, við litla hrifningu farþega. Afar heitt var í mörgum Evrópulöndum og hvöttu yfirvöld fólk til að drekka mikið vatn, halda sig í skugga og huga sérstaklega að öldruðum, veikum og börnum. Að sögn yfirvalda í Frakklandi hafa níu manns látist vegna hitabylgjunnar. Árið 2003 létust meira en 15.000 manns í Frakklandi vegna hitabylgjunnar sem reið þá yfir Evrópu. Tveir hafa látist á Spáni og tveir í Hollandi, þar sem fjögurra daga gönguhátíð var aflýst vegna veðurs. Meðalhitinn í Englandi í júlí er 21,2 gráður, en heitasti dagur sem mælst hefur í Bretlandi var í ágúst árið 2003, þegar hitinn fór upp í 38,5 gráður. Varar veðurstofa Bretlands við því að það met gæti fallið á næstu dögum.
Erlent Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Fleiri fréttir Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Sjá meira