Forstjóri Yukos sagði upp 20. júlí 2006 10:52 Steven Theede, fráfarandi forstjóri Yukos. Mynd/AFP Steven Theede, forstjóri fallna rússneska olíurisans Yukos, sagði af sér í gær en í dag fundar stjórn fyrirtækisins með lánadrottnum fyrirtækisins. Búist er við að með fundinum færist fyrirtækið nær barmi gjaldþrots en nokkru sinni. Theede sagði fundinn leiksýningu sem hann ætli ekki að taka þátt í. Stærstu lánadrottnar Yukos er rússneska ríkið en fyrirtækið var fyrir tveimur árum dæmt til að greiða sem nemur tæpum 2.500 milljörðum króna fyrir skattsvik. ómurinn leiddi til upplausnar fyrirtækisins auk þess sem fyrrum eigandi þess, Míkhaíl Khodorkovskí, var dæmdur til átta ára fangelsisvistar fyrir fjár- og skattsvik. Þá dæmdi ríkið Yukos til að selja Yugansk, stærsta dótturfélag Yukos á sviði olíuvinnslu, á uppboði til að fá upp í skuldir. Ríkið keypti Yugansk og er það nú stærsta félagið undir fyrirtækjahatti rússneska ríkisorkufyrirtækisins Rosneft. Viðskipti með tíu prósenta hlut í Rosneft hófust í kauphöll Lundúna í gær. Þegar best lét var markaðsvirði Yukos rúmlega 1.000 milljarða krónu virði. Á sama tíma námu skuldir þess álíka háar og virði fyrirtækisins. Í uppsagnarbréf Theedes kemur fram að hann hafi ákveðið að segja af sér og sniðganga fundinn því eini tilgangur lánadrottna sé að hunsa hagræðingatilraunir Yukos og eyðileggja fyrirtækið, sem eitt sinn var stærsta olíufyrirtæki í heimi í einkaeigu. Framtíð Yukos ræðst í ágúst en fastlega er búist við að það verði lýst gjaldþrota. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Hvar er opið um páskana? Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Spotify liggur niðri Neytendur Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Iðnaðarhurðir sem henta íslenskum aðstæðum Samstarf Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Fleiri fréttir Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Sjá meira
Steven Theede, forstjóri fallna rússneska olíurisans Yukos, sagði af sér í gær en í dag fundar stjórn fyrirtækisins með lánadrottnum fyrirtækisins. Búist er við að með fundinum færist fyrirtækið nær barmi gjaldþrots en nokkru sinni. Theede sagði fundinn leiksýningu sem hann ætli ekki að taka þátt í. Stærstu lánadrottnar Yukos er rússneska ríkið en fyrirtækið var fyrir tveimur árum dæmt til að greiða sem nemur tæpum 2.500 milljörðum króna fyrir skattsvik. ómurinn leiddi til upplausnar fyrirtækisins auk þess sem fyrrum eigandi þess, Míkhaíl Khodorkovskí, var dæmdur til átta ára fangelsisvistar fyrir fjár- og skattsvik. Þá dæmdi ríkið Yukos til að selja Yugansk, stærsta dótturfélag Yukos á sviði olíuvinnslu, á uppboði til að fá upp í skuldir. Ríkið keypti Yugansk og er það nú stærsta félagið undir fyrirtækjahatti rússneska ríkisorkufyrirtækisins Rosneft. Viðskipti með tíu prósenta hlut í Rosneft hófust í kauphöll Lundúna í gær. Þegar best lét var markaðsvirði Yukos rúmlega 1.000 milljarða krónu virði. Á sama tíma námu skuldir þess álíka háar og virði fyrirtækisins. Í uppsagnarbréf Theedes kemur fram að hann hafi ákveðið að segja af sér og sniðganga fundinn því eini tilgangur lánadrottna sé að hunsa hagræðingatilraunir Yukos og eyðileggja fyrirtækið, sem eitt sinn var stærsta olíufyrirtæki í heimi í einkaeigu. Framtíð Yukos ræðst í ágúst en fastlega er búist við að það verði lýst gjaldþrota.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Hvar er opið um páskana? Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Spotify liggur niðri Neytendur Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Iðnaðarhurðir sem henta íslenskum aðstæðum Samstarf Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Fleiri fréttir Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Sjá meira