Peningaskápurinn ... 20. október 2006 06:00 Barningur vegna brjóstmálsDanskar konur eiga sumar hverjar erfitt með að hneppa efstu tölum blússa og jakka sem að öðru leyti smellpassa, samkvæmt umfjöllun Nyhedsavisen í gær. Framleiðendur fatnaðar hafa brugðist við kvörtunum og bætt nokkrum sentímetrum við brjóstmálið í hönnun á nýjum fatnaði.Greint er frá því að dönsku fataframleiðendurnir Jackpot og InWear hafi síðustu ár fengið athugasemdir frá um 200 verslunum í Danmörku um þennan vandræðagang. Þannig er medium stærðin frá Jackpot núna um tveimur sentimetrum víðari yfir brjóstið en áður. Breytingin er hins vegar rakin til þess að konur láta í auknum mæli bæta í brjóstin á sér sílíkonfyllingu og jafnvel til breyttra lifnaðarhátta sem valdið hafi breytingum á vaxtarlagi.Sparnaðarstríð í boði LandsbankansVerðstríð sem kemur til með að þyngja buddu breskra neytenda er á næstu grösum. Þessu heldur vefsíðan „The Thrifty Scot" fram en hún gefur sig út fyrir að veita almúganum einföld og góð ráð til að spara peninga. Verðstríðið mun í þetta sinn ekki koma til vegna harðrar samkeppni stórverslana, eins og vant er, heldur er það fjármálalegs eðlis.Baráttan fari nú fram á markaðnum fyrir aðgengilega sparnaðarreikninga og hafi verið hrundið af stað með nýjum sparnaðarreikningi Landsbankans í Bretlandi, Icesave, sem veitir 5,2 prósenta ávöxtun á spariféð. Það mun vera töluvert yfir því sem aðrir bankar bjóða á sambærilegum reikningum. Vefsíðan varar lesendur sína þó við því að hlaupa upp til handa og fóta og skipta um banka. Telji þeir sig ekki geta haldið í það minnsta 250 pundum inni á reikningnum sé betra að skipta ekki, því við það falli vextirnir niður í 0,5 prósent. Markaðir Peningaskápurinn Mest lesið Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Viðskipti innlent Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Viðskipti innlent „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Norskir komast í Víking gylltan Neytendur Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Viðskipti innlent Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Viðskipti innlent Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Viðskipti innlent Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Sjá meira
Barningur vegna brjóstmálsDanskar konur eiga sumar hverjar erfitt með að hneppa efstu tölum blússa og jakka sem að öðru leyti smellpassa, samkvæmt umfjöllun Nyhedsavisen í gær. Framleiðendur fatnaðar hafa brugðist við kvörtunum og bætt nokkrum sentímetrum við brjóstmálið í hönnun á nýjum fatnaði.Greint er frá því að dönsku fataframleiðendurnir Jackpot og InWear hafi síðustu ár fengið athugasemdir frá um 200 verslunum í Danmörku um þennan vandræðagang. Þannig er medium stærðin frá Jackpot núna um tveimur sentimetrum víðari yfir brjóstið en áður. Breytingin er hins vegar rakin til þess að konur láta í auknum mæli bæta í brjóstin á sér sílíkonfyllingu og jafnvel til breyttra lifnaðarhátta sem valdið hafi breytingum á vaxtarlagi.Sparnaðarstríð í boði LandsbankansVerðstríð sem kemur til með að þyngja buddu breskra neytenda er á næstu grösum. Þessu heldur vefsíðan „The Thrifty Scot" fram en hún gefur sig út fyrir að veita almúganum einföld og góð ráð til að spara peninga. Verðstríðið mun í þetta sinn ekki koma til vegna harðrar samkeppni stórverslana, eins og vant er, heldur er það fjármálalegs eðlis.Baráttan fari nú fram á markaðnum fyrir aðgengilega sparnaðarreikninga og hafi verið hrundið af stað með nýjum sparnaðarreikningi Landsbankans í Bretlandi, Icesave, sem veitir 5,2 prósenta ávöxtun á spariféð. Það mun vera töluvert yfir því sem aðrir bankar bjóða á sambærilegum reikningum. Vefsíðan varar lesendur sína þó við því að hlaupa upp til handa og fóta og skipta um banka. Telji þeir sig ekki geta haldið í það minnsta 250 pundum inni á reikningnum sé betra að skipta ekki, því við það falli vextirnir niður í 0,5 prósent.
Markaðir Peningaskápurinn Mest lesið Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Viðskipti innlent Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Viðskipti innlent „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Norskir komast í Víking gylltan Neytendur Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Viðskipti innlent Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Viðskipti innlent Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Viðskipti innlent Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Sjá meira