Stefnt að niðurstöðu fyrir októberlok 22. ágúst 2006 07:45 Tankar olíufélaganna Rannsókn á samráði olíufélaganna hefur tekið langan tíma enda málið umfangsmikið og flókið. Skýrsla Samkeppniseftirlitsins vegna málsins er meira en þúsund blaðsíður á lengd. MYND/Vilhelm Helgi Magnús Gunnarsson, lögmaður hjá ríkissaksóknara, vonast til þess að geta lokið vinnu vegna rannsóknarinnar á samráði olíufélaganna fyrir októberlok. Helgi Magnús kom úr sumarfríi í gær en hann hefur til þessa haft umsjón með málinu fyrir hönd ríkissaksóknara. Rannsókn á samráði olíufélaganna er langt komin en óvíst er ennþá hvenær málinu lýkur. Efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra sendi málið til ríkissaksóknara í nóvember á síðasta ári og lauk þar með afskiptum embættisins af málinu. Helgi Magnús vonast til þess að sú vinna sem eftir er gangi hratt og vel fyrir sig, en hún er langt komin. „Ég get ekkert sagt til um það hvenær málinu lýkur af okkar hálfu. Stefnan er sett á að ljúka því fyrir októberlok en það er ekkert öruggt í þeim efnum. Þetta er stórt og umfangsmikið mál, og stærra heldur en algengt er með samráðsmál erlendis, þar sem brotin snerta almenna starfsemi félaganna yfir langan tíma,“ sagði Helgi Magnús í gær. Hinn 28.október 2004 voru olíufélögin sem áttu aðild að máli sektuð um 2,6 milljarða króna fyrir samráð. Áfrýjunarnefndin lækkaði sektirnar í 1,5 milljarða króna 29. janúar 2005. Sektir Kers og Olís voru lækkaðar þar sem félögin sýndu samstarfsvilja með samkeppnisyfirvöldum, en sektir Skeljungs stóðu þar sem félagið sýndi ekki vilja til samstarfs. Í viðtali við Fréttablaðið 1. febrúar á þessu ári sagði Helgi Magnús 34 einstaklinga hafa réttarstöðu sakborninga við rannsókn málsins. Hann hefur þó gefið til kynna í viðtali við Fréttablaðið að þetta kynni að hafa breyst eftir því sem á rannsókn málsins hefur liðið. Helgi Magnús hefur jafnframt staðfest að málið verði umtalsvert umfangsminna heldur en það var hjá samkeppnisyfirvöldum, en þar ræður mestu að töluvert meiri sönnunarkröfur eru gerðar í opinberum málum heldur en málum sem samkeppnisyfirvöld úrskurða í. Samkeppniseftirlitið hefur þegar hafnað öllum kröfum olíufélaganna um ógildingu úrskurðar áfrýjunarnefndar. Innlent Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Helgi Magnús Gunnarsson, lögmaður hjá ríkissaksóknara, vonast til þess að geta lokið vinnu vegna rannsóknarinnar á samráði olíufélaganna fyrir októberlok. Helgi Magnús kom úr sumarfríi í gær en hann hefur til þessa haft umsjón með málinu fyrir hönd ríkissaksóknara. Rannsókn á samráði olíufélaganna er langt komin en óvíst er ennþá hvenær málinu lýkur. Efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra sendi málið til ríkissaksóknara í nóvember á síðasta ári og lauk þar með afskiptum embættisins af málinu. Helgi Magnús vonast til þess að sú vinna sem eftir er gangi hratt og vel fyrir sig, en hún er langt komin. „Ég get ekkert sagt til um það hvenær málinu lýkur af okkar hálfu. Stefnan er sett á að ljúka því fyrir októberlok en það er ekkert öruggt í þeim efnum. Þetta er stórt og umfangsmikið mál, og stærra heldur en algengt er með samráðsmál erlendis, þar sem brotin snerta almenna starfsemi félaganna yfir langan tíma,“ sagði Helgi Magnús í gær. Hinn 28.október 2004 voru olíufélögin sem áttu aðild að máli sektuð um 2,6 milljarða króna fyrir samráð. Áfrýjunarnefndin lækkaði sektirnar í 1,5 milljarða króna 29. janúar 2005. Sektir Kers og Olís voru lækkaðar þar sem félögin sýndu samstarfsvilja með samkeppnisyfirvöldum, en sektir Skeljungs stóðu þar sem félagið sýndi ekki vilja til samstarfs. Í viðtali við Fréttablaðið 1. febrúar á þessu ári sagði Helgi Magnús 34 einstaklinga hafa réttarstöðu sakborninga við rannsókn málsins. Hann hefur þó gefið til kynna í viðtali við Fréttablaðið að þetta kynni að hafa breyst eftir því sem á rannsókn málsins hefur liðið. Helgi Magnús hefur jafnframt staðfest að málið verði umtalsvert umfangsminna heldur en það var hjá samkeppnisyfirvöldum, en þar ræður mestu að töluvert meiri sönnunarkröfur eru gerðar í opinberum málum heldur en málum sem samkeppnisyfirvöld úrskurða í. Samkeppniseftirlitið hefur þegar hafnað öllum kröfum olíufélaganna um ógildingu úrskurðar áfrýjunarnefndar.
Innlent Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira