Innlent

Um 50.000 nemendur í grunnskólum landsins

Mynd/GVA

Rúmlega fjögur þúsund og þrjú hundruð börn hefja grunnskólagöngu sína í vikunni en grunnskólar landsins verða víða settir í dag. Alls munu hátt í fimmtíu þúsund börn og unglingar stunda nám í grunnskólum landsins í vetur. Nemendur í öðrum til tíunda bekk sækja stundaskrár sínar í dag en kennsla hefst samkvæmt henni á morgun. Alls eru um fimmtán hundruð börn sem hefja skólagöngu sína í grunnskólum Reykjavíkur í vikunni en kennsla hefst samkvæmt stundaskrá á föstudag hjá þeim árgangi. Árbæjarskóli er fjölmennasti grunnskólinn með hátt í 800 nemendur á öllum bekkjastigum. Í Norðlingaholti tekur nýr grunnskóli til starfa, en þar munu um hundrað nemendur í 1. til áttunda bekk stunda nám í vetur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×