Óánægja með fyrirhugaða efnistöku í Hrossadal 22. ágúst 2006 19:45 Mikil óánægja er meðal sumarbústaðaeigenda í landi Miðdals í Mosfellsbæ vegna fyrirhugaðrar efnistöku í Hrossadal. Þeir óttast að friðurinn verði úti á svæðinu og telja slysahættu aukast stórlega með aukinni umferð flutningabíla um svæðið. Eigendur lands í Miðdal hafa gert samning við fyrirtækið Strók um efnisvinnslu í Hrossadal til næstu tuttugu ára. Fyrirhugað efnistökusvæði er skammt frá Nesjavallavegi. Ætlunin er að vinna um eina milljón rúmmetra af stórgrýti á tímabilinu, en talin er töluverð þörf á slíku efni, meðal annars vegna lagningar Sundabrautar og hafnargarða. Strókur hefur skilað inn matskýrslu vegna umhverfisáhrifa efnistökunnar til Skipulagsstofnunar. Þar kemur meðal annars fram að sjónræn áhrif hennar séu óveruleg þar sem náman sé að mestu leyti í hvarfi frá Nesjavallavegi. Þá telur framkvæmdaaðilinn að hávaði af völdum flutningabíla sé undir viðmiðunarmörkum fyrir þau sumarhús sem er að finna á svæðinu. Þessu eru sumarbústaðareigendur við Krókatjörn, Selvatn og Silungatjörn, sem er í nágrenni fyrirhugaðrar námu, ósammála og mótmæla framkvæmdunum. Segja þeir efnistökuna beinlínis ógn við þann frið sem ríkt hafi á svæðinu, bæði vegna sprenginga sem fylgi efnistökunni og hávaða af völdum stórvirkra vinnuvéla. Þá benda þeir á að gert sé ráð fyrir að 30 stórir bílar á dag sæki efni í námuna en það þýði 60 ferðir á dag á Nesjavallavegi með tilheyrandi slysahættu og hávaða. Sumarbústaðaeigendur hafa sent inn athugasemdir sínar við matsskýrslu Stróks til Skipulagsstofnunar en frestur til athugasemda rennur út 27. september. Til stendur að halda opinn kynningarfund í næstu viku á bæjarskrifstofum Mosfellsbæjar vegna framkvæmdanna og þangað ætla sumarbústaðareigendur að mæta Fréttir Innlent Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Sjá meira
Mikil óánægja er meðal sumarbústaðaeigenda í landi Miðdals í Mosfellsbæ vegna fyrirhugaðrar efnistöku í Hrossadal. Þeir óttast að friðurinn verði úti á svæðinu og telja slysahættu aukast stórlega með aukinni umferð flutningabíla um svæðið. Eigendur lands í Miðdal hafa gert samning við fyrirtækið Strók um efnisvinnslu í Hrossadal til næstu tuttugu ára. Fyrirhugað efnistökusvæði er skammt frá Nesjavallavegi. Ætlunin er að vinna um eina milljón rúmmetra af stórgrýti á tímabilinu, en talin er töluverð þörf á slíku efni, meðal annars vegna lagningar Sundabrautar og hafnargarða. Strókur hefur skilað inn matskýrslu vegna umhverfisáhrifa efnistökunnar til Skipulagsstofnunar. Þar kemur meðal annars fram að sjónræn áhrif hennar séu óveruleg þar sem náman sé að mestu leyti í hvarfi frá Nesjavallavegi. Þá telur framkvæmdaaðilinn að hávaði af völdum flutningabíla sé undir viðmiðunarmörkum fyrir þau sumarhús sem er að finna á svæðinu. Þessu eru sumarbústaðareigendur við Krókatjörn, Selvatn og Silungatjörn, sem er í nágrenni fyrirhugaðrar námu, ósammála og mótmæla framkvæmdunum. Segja þeir efnistökuna beinlínis ógn við þann frið sem ríkt hafi á svæðinu, bæði vegna sprenginga sem fylgi efnistökunni og hávaða af völdum stórvirkra vinnuvéla. Þá benda þeir á að gert sé ráð fyrir að 30 stórir bílar á dag sæki efni í námuna en það þýði 60 ferðir á dag á Nesjavallavegi með tilheyrandi slysahættu og hávaða. Sumarbústaðaeigendur hafa sent inn athugasemdir sínar við matsskýrslu Stróks til Skipulagsstofnunar en frestur til athugasemda rennur út 27. september. Til stendur að halda opinn kynningarfund í næstu viku á bæjarskrifstofum Mosfellsbæjar vegna framkvæmdanna og þangað ætla sumarbústaðareigendur að mæta
Fréttir Innlent Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Sjá meira