Tuttugu ökumenn voru kærðir í gær fyrir of hraðan akstur í íbúðargötum í borginni.
Lögreglan í Reykjavík var með sérstakt umferðareftirlit í nokkrum íbúðargötum þar sem hámarkshraði er 30 kílómetrar á klukkustund. Að sögn lögreglu virtust margir ekki gera sér grein fyrir hver hámarkshraðinn var en einn af ökumönnunum verður sviptur ökuleyfi í þrjá mánuði og tveir til tveggja mánaða.
Lögreglan mun áfram fylgjast grannt með umferð í íbúðargötum en þar eru iðulega börn að leik og því brýnt að halda hraðanum niðri.