Innlent

Vegagerðin hafnar vegaskiltum á ensku

Umferðarskilti Texti hentar verr en tákn á skiltum þegar erlendir ökumenn eru annars vegar, að mati vegamálastjóra.
Umferðarskilti Texti hentar verr en tákn á skiltum þegar erlendir ökumenn eru annars vegar, að mati vegamálastjóra.

Sjóvá-Almennar hefur lagt til við Vegagerðina að settar verði merkingar á ensku á þeim stöðum þar sem malarslitlag tekur við af bundnu slitlagi, en malarvegir reynast mörgum erlendum ferðamönnum skeinuhættir. Vegagerðin telur ekki ástæðu til að setja upp merkingar á ensku.

Við viljum að stjórnvöld taki almenna afstöðu til þess hvernig staðið er að vegmerkingum, segir Þór Sigfússon, forstjóri Sjóvá-Almennra. Við buðumst til að setja þessi skilti upp ríkinu að kostnaðarlausu en höfum ekki fengið jákvæð viðbrögð. Við eigum mjög gott samstarf við Vegagerðina en okkur finnst þörf á meiri umræðu, segir Þór.

Jón Rögnvaldsson vegamálastjóri segir Vegagerðina reyna frekar að upplýsa erlenda ökumenn um hvernig skuli bera sig að á vegum áður en lagt er af stað. Við viljum fara varlega í merkingar á erlendum tungumálum vegna þess að það er óvanalegt að textar séu notaðir á skiltum í stað tákna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×