Erlent

Leiðtogar Serba og Albana funda í Vín

Fundur milli leiðtoga Serba og Albana hófst í Vín í Austurríki í gær.
Fundur milli leiðtoga Serba og Albana hófst í Vín í Austurríki í gær. Mynd/AP

Viðræður milli serbneskra og albanskra leiðtoga um framtíð Kosovo báru lítinn árangur á fundi leiðtoganna í Vín í Austurríki í gær. Fundurinn var haldinn fyrir tilstillan Sameinuðu þjóðanna og miðast viðræðurnar við að leysa framtíð Kosovo héraðs fyrir lok ársins. Ljóst er að mikið ber í milli en Albanar krefjast fulls sjálfstæðis frá Serbíu. Serbar eru ekki á því að veita héraðinu fullt sjálfstæði og vilja það áfram innan serbneskra landamæra. Kostunika, forsætisráðherra Serbíu, sagði að Serbía myndi ekki sætta sig við að annað ríki yrði myndað innan landamæra þess á landsvæði sem nemur aðeins fimmtán prósentum af heildar landsvæði Serbíu. Um tvær milljónir manna búa í héraðinu, og um níutíu prósent þeirra eru Albanir.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×