Microsoft ætlar gegn YouTube 4. október 2006 00:01 youtube Microsoft ætlar að stækka skerf sinn í myndskráasamkeppninni á netinu. Þar gnæfir vefsetrið YouTube yfir aðra keppinauta. Bandaríski hugbúnaðarrisinn Microsoft ætlar að setja á laggirnar þjónustu við myndskrárhluta MSN Video, sem gerir netverjum kleift að setja myndskrár af öllum toga á netið. Með þessu er fyrirtækið að demba sér í samkeppni við vefsetrið YouTube, Google og MySpace. Fyrstu prófanir á vefsetrinu, sem heitir Soapbox, hófust á þriðjudag í síðustu viku en fyrirhugað er að þjónustan verði virk eftir hálft ár. Rob Bennett, forstöðumaður MSN-vefseturs Microsoft, segir að þótt YouTube hafi náð umtalsverðu forskoti á þessu sviði sé myndskráavæðingin á netinu tiltölulega ungt fyrirbæri og megi segi að netverjar séu enn að stíga sín fyrstu spor af mörgum. Eftir nokkru er að slægjast. YouTube gnæfir yfir aðra keppinauta í baráttunni en 34 milljónir fóru á vefsetur fyrirtækisins í ágústmánuði. Þá fara 17,9 milljónir manna á vefsetur MySpace að staðaldri í hverjum mánuði en 13,5 milljónir á vef Google Video. Microsoft rekur lestina með 12 milljónir heimsókna. Að mati markaðsfræðinga dembir Microsoft sér nokkuð seint í keppnina og óvíst er hvernig þjónustunni muni reifa af. Viðskipti Mest lesið Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Nýir eigendur endurreisa Snúruna Viðskipti innlent Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Viðskipti innlent Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Viðskipti innlent Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Viðskipti innlent Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Bandaríski hugbúnaðarrisinn Microsoft ætlar að setja á laggirnar þjónustu við myndskrárhluta MSN Video, sem gerir netverjum kleift að setja myndskrár af öllum toga á netið. Með þessu er fyrirtækið að demba sér í samkeppni við vefsetrið YouTube, Google og MySpace. Fyrstu prófanir á vefsetrinu, sem heitir Soapbox, hófust á þriðjudag í síðustu viku en fyrirhugað er að þjónustan verði virk eftir hálft ár. Rob Bennett, forstöðumaður MSN-vefseturs Microsoft, segir að þótt YouTube hafi náð umtalsverðu forskoti á þessu sviði sé myndskráavæðingin á netinu tiltölulega ungt fyrirbæri og megi segi að netverjar séu enn að stíga sín fyrstu spor af mörgum. Eftir nokkru er að slægjast. YouTube gnæfir yfir aðra keppinauta í baráttunni en 34 milljónir fóru á vefsetur fyrirtækisins í ágústmánuði. Þá fara 17,9 milljónir manna á vefsetur MySpace að staðaldri í hverjum mánuði en 13,5 milljónir á vef Google Video. Microsoft rekur lestina með 12 milljónir heimsókna. Að mati markaðsfræðinga dembir Microsoft sér nokkuð seint í keppnina og óvíst er hvernig þjónustunni muni reifa af.
Viðskipti Mest lesið Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Nýir eigendur endurreisa Snúruna Viðskipti innlent Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Viðskipti innlent Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Viðskipti innlent Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Viðskipti innlent Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira