Innlent

Gamla hvalstöðin gerð upp

Verið er að gera Hvalstöðina í Hvalfirði upp til að hún verði tilbúin ef stjórnvöld ákveða að heimila hvalveiðar í atvinnuskyni.

Kristján Loftsson, framkvæmdastjóri Hvals hf., segir verkið komið vel á veg. Við erum bara að fara yfir þessi tæki og tól og laga það sem þarf að laga. Það eru lagnir sem eru utandyra sem þarf að endurnýja. Þetta er allt að ryðga í sundur enda hefur húsið staðið ónotað síðan 1989. Við höfum staðið í þessu dálítið lengi og það fer að sjá fyrir endann á þessu.

Íslendingar settu fyrirvara um að hefja ekki veiðar að nýju þegar þeir gengu aftur í Alþjóðahvalveiðiráðið árið 2001. Sá fyrirvari rann út í ár og gætu stjórnvöld því ákveðið að hefja veiðar í atvinnuskyni að nýju. Kristján segist vona að það gerist bráðlega. Við erum bara að bíða eftir að einhver geri eitthvað í framhaldinu. Til hvers að hafa svona fyrirvara ef ekkert gerist í framhaldinu?

Hvalveiðiskipið Hvalur 9 var sett í slipp í sumar og er nú tilbúið. Haffærnisskírteini á skipið er væntanlega í vikunni. Við ætlum hins vegar ekkert að eiga við hin skipin í bili. Þetta tekur svo langan tíma að við gerum ekkert í þeim fyrr en í fyrsta lagi á næsta ári, segir Kristján.


Tengdar fréttir

Skafmiðar og greiðslukort

Bílastæðasjóður vill taka upp greiðslukortaþjónustu í öllum greiðsluvélum og miðamælum, skipta út stöðumælum fyrir miðamæla, hefja sölu á viku- og mánaðarkortum og bjóða upp á fjölbreytt úrval skafmiða fyrir ákveðinn gildistíma á ákveðnu gjaldsvæði, með ótiltekinn upphafs­tíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×