Viðskipti erlent

Hluthafar BAE styðja sölu til EADS

Tölvuteiknuð mynd af einni af A380 risaþotunum frá Airbus.
Tölvuteiknuð mynd af einni af A380 risaþotunum frá Airbus.

Meirihluti hluthafa í breska hergagnaframleiðandanum BAE voru fylgjandi því á hluthafafundi í fyrirtækinu í Lundúnum í Bretlandi í morgun að selja 20 prósent hlutafjár félagsins í Airbus til EADS, móðurfélags flugvélaframleiðandans.

Einungis 1 prósent hluthafa í BAE voru mótfallnir sölunni.

Búist er við að salan á hlutafénu gangi í gegn innan tíu virkra daga.

Þá var sömuleiðis staðfest að EADS, sem á 80 prósent hlutafjár í Airbus, mun greiða fyrir bréfin með peningum. Eftir kaupin mun félagið eiga allt hlutafjár í flugvélaframleiðandanum.

Rothschildbankinn er milliliður um sölu á bréfunum en kaupvirði nemur 1,9 milljörðum punda eða jafnvirði 247 milljarða íslenskra króna.

EADS greindi frá því í morgun að afhending á A380 risaþotum frá Airbus muni dragast um ár. Við þetta lækkaði gengi bréfa í félaginu um 10 prósent í morgun. Ekki liggur fyrir hvort það hafi haft áhrif á virði bréfa BAE í EADS. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×