Sport

Finnar og Svíar leika til úrslita

Finnsku íshokkíleikmennirnir fögnuðu ákaft eftir sigurinn á Rússum.
Finnsku íshokkíleikmennirnir fögnuðu ákaft eftir sigurinn á Rússum.

Það verða Norðurlandanágrannarnir Finnar og Svíar sem leika til úrslita í íshokkí á Ólympíuleikunum í Tórínó á Ítalíu. Bæði liðin unnu örugga sigra í undanúrslitunum í gær en þetta er í fyrsta skipti í sögu leikanna sem Finnar komast í úrslit.

Finnar sigruðu Rússa 4-0 í undanúrslitunum í gær þar sem markvörður þeirra, Antero Niittymaki, varði 21 skot. Svíar lögðu hins vegar Tékka örugglega, 7-3 og tryggðu sér farseðilinn í úrslitin í fyrsta sinn síðan 1994 en þá unnu Svíar sinn eina ólympíutitil í íshokkí á leikunum í Lillehammer í Noregi.

Finnar og Svíar eru miklir og annálaðir erkifjendur í nánast öllu frá fótbolta til pólitíkur þannig að nær örugglega má búast við að allt fari á annan endann í löndunum þegar úrslitaleikurinn fer fram.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×