Viðskipti erlent

Mosaic yfirtekur Rubicon

Derek Lovelock Derek er forstjóri Mosaic Fashions, en fyrirtækið hefur nú lokið áreiðanleikakönun á Rubicon Retail.
Derek Lovelock Derek er forstjóri Mosaic Fashions, en fyrirtækið hefur nú lokið áreiðanleikakönun á Rubicon Retail.
Mosaic Fashions hefur nú lokið áreiðanleikakönnun á bókum bresku smásölukeðjunnar Rubicon Retail og hefur skrifað undir bindandi samning þess efnis að kaupa öll hlutabréf í keðjunni. Heildarvirði viðskiptanna er um 320 milljónir punda, sem jafngildir um 43 milljörðum íslenskra króna. Til þess að samningurinn geti gengið í gegn er nú beðið samþykkis hluthafa og breskra samkeppnisyfirvalda. Í fréttatilkynningu frá Mosaic Fashions segir að því verði væntanlega lokið innan 45 daga frá undirskrift samningsins og verður kallað til hluthafafundar hjá Rubicon Retail innan skamms. Rubicon rekur meðal annars Shoe Studio, sem hefur mörg þekkt vörumerki á sínum snærum, auk kvenfatamerkjanna Warehouse og Principles. Með samrunanum verður til ein stærsta kvenfatasmásölukeðja Bretlandseyja, með um 1.700 verslanir í 27 löndum. Áætlað er að heildarársvelta sameinaðs félags verði um 818 milljónir punda, sem nemur um 110 milljörðum íslenskra króna. - hhs
eIn STÆRSTA verslanakeðja KVENFATA VERÐUR TIL Með samruna Mosaic Fashions verður til ein stærsta kvenfatasmásölukeðja á Bretlandseyjum.







Fleiri fréttir

Sjá meira


×