Innlent

Stórt skref aftur á bak að skipta menntaráði upp

Félag leikskólakennara og Kennarafélag Reykjavíkur telja það stórt skref aftur á bak að skipta menntaráði Reykjavíkurborgar upp í tvö ráð og menntasviði upp í tvö svið. Mælast félögin eindregið til þess að fallið verði frá breytingunni strax.

Þetta kemur fram í umsögn sem félögin hafa sviðsstjóra menntasviðs vegna málsins. Þar kemur enn fremur fram að fagleg rök mæli gegn því að skipta menntaráði og menntasviði upp í menntaráð og leikskólaráð annars vegar og menntasvið og leikskólasvið hins vegar. Með því að skipa málaflokkunum undir eitt ráð og svið gefist betra tækifæri til að tengja skólastigin og auka samræðu milli kennara á skólastigunum tveimur. Enn fremur telji félögin að hugmyndirnar séu r í algjörri andstöðu við áform menntamálaráðherra um heildarendurskoðun á námsskipan í landinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×