Innlent

Heildarafli aldrei minni en á nýliðnu fiskveiðiári

Heildarafli hefur aldrei verið minni en á síðasta fiskveiðiári samkvæmt bráðabirgðatölum Fiskistofu sem birtar eru á vef stofnunarinnar. Tæplega 1300 þúsund tonn veiddust á fiskveiðiárinu 2005-2006 en það er rúmlega 350 þúsund tonnum minna en fiskveiðiárið þar á undan. Nýliðið fiskveiðiár var fimmtánda heila fiskveiðiárið frá því farið var að miða stjórn fiskveiða við tímabilið frá fyrsta september til 31. ágúst árið eftir. Meðalafli undanfarinna 14 fiskveiðiára var tæplega 1.830 þúsund tonn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×