Innlent

Umtalsverðar hækkanir á matvörum í lágvöruverslunum

Umtalsverðar hækkanir hafa orðið á matvörum í lágvöruverðsverslunum frá því í upphafi þessa árs. Þetta er niðurstaða úr samanburði á verðkönnunum verðlagseftirlits ASÍ frá því í janúar og nýrri könnun sem gerð var í liðinni viku og greint er frá á heimaíðu samtakanna.

ASÍ bar saman á algengum neysluvörum úr ýmsum flokkum, sem skoðaðar voru í báðum könnunum og hafði verð á langflestum vörunum hækkað á milli kannana. Segir á vef ASÍ að áberandi hafi verið hversu mikil hækkun hafi verið á mjólkurafurðum og bent er á að á meðan vörur hafi hækkað í sumum tilvikum um vel á annan tug prósenta hafi vísitala matar- og drykkjarvöru hækkað um 6,4 prósent.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×