Innlent

Aukið samráð og gegnsærra lagasetningarferli

MYND/Pjetur

Starfshópur sem forsætisráðherra skipaði til þess kanna hvernig megi með markvissum hætti einfalda lög og reglur á Íslandi með það að markmiði að auka samkeppnishæfni íslensks atvinnulífs hefur skilað tillögum sínum.

Meðal þess sem lagt er til er aukið samráð við aðila vinnumarkaðar, sveitarfélög og félagasamtök við lagasmíð auk þess sem hvatt er til að enn betur verði hugað að áhrifum löggjafar áður en reglur eru settar. Þá er mælst til þess að lagasetningarferlið verði gegnsærra þannig að sá listi yfir stjórnarfrumvörp sem lagður er fram með stefnuræðu forsætisráðherra verði framvegis ítarlegri. Þá er lagt til að hverju stjórnarfrumvarpi fylgi gátlisti þar sem fram komi hvort gætt hafi verið að tilteknum þýðingarmiklum atriðum við samningu frumvarps. Gert er ráð fyrir að aðgerðaáætlun vegna þessa taki þrjú ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×