Innlent

Fiskur í fyrirrúmi á hátíðinni Fiskirí

Matarhátíð tileinkuð fiski og öðru sjávarfangi verður haldin hátíðleg um næstu helgi. Það er sjávarútvegsráðuneytið og Klúbbur matreiðslumeistara sem standa að hátíðinni sem hlotið hefur nafnið Fiskirí.

Einar Kr. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra er einn upphafsmanna hátíðarinnar. Niðurstöður rannsókna á síðustu árum gefa til kynna að neysla landans á fiskmeti hefur dregist saman en markmið hátíðarinnar er að örva neyslu landsmanna á fiskmeti og sjávarfangi og kynna nýja rétti fyrir neytendum. Sjávarútvegsráðherra kynnti hátíðina í matsal HB Granda í dag og að sjálfsögðu fengu gestir að gæða sér á sjávarfangi að hætti meistaranna. Þá var í fyrsta sinn á Íslandi, svo vitað sé, bláskel grilluð á báli þar sem eldiviðurinn var íslenskt hey.

Hátíðin verður sett með formlegum hætti klukkan fjögur á fimmtudaginn en þá munu félagar í klúbbi matreiðslumanna bjóða gestum og gangandi á Laugarvegi smakka fiskisúpu fyrir framan hina ýmsu veitingastaði á Laugarveginum. Súpugöngunni mun síðan ljúka á Lækjartorgi þar sem boðið verður upp á bláskel á báli. Og það er mikil veisla framundan þar sem allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi.

Gefin verið út matreiðslubók í tilefni hátíðarinnar og verður henni meðal annars dreyft til útskriftarárgangs úr framhaldskólum þegar fram líða stundir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×