Sveitarfélögin þurfa að efla aðstoð við fátæka 13. desember 2006 18:12 Sveitarfélögin verða að taka sig á í aðstoð sinni við fátæka. Þetta er mat fjármálaráðherra sem efast jafnframt um mælistiku OECD á fátækt, segir hana mæla tekjudreifingu en ekki fátækt. Fjármálaráðherra boðaði fund í dag í tilefni af umræðu um fátækt á Íslandi eftir að birt var skýrsla sem sýndi að 4634 börn í tæplega þrjú þúsund fjölskyldum byggju við fátækt hér á landi. "Ég er ekkert að bera brigður á skýrsluna," segir Árni Mathiesen fjármálaráðherra. "En hún er ákveðið sjónarhorn og ég held að við þurfum að hafa önnur sjónarhorn líka í huga."Aðrar mælistikur gætu sýnt að fleiri eða færri lentu undir fátækramörkum, segir Árni. Fátækt á Íslandi þurfi að skoða í víðtækara samhengi en út frá þessari skýrslu. Tölurnar í henni séu tveggja ára gamlar og ýmsar breytingar verið gerðar að undanförnu, meðal annars munu skerðingamörk barnabóta hafa hækkað um 50% á tveimur árum frá næstu áramótum. Árni segir áhugavert að vita hverju þessar breytingar munu skila.Á fundinum benti ráðherra á sveitarfélögin og taldi öryggisnet þeirra gisið í ljósi þess að einstaklingur - eða einstætt foreldri - sem er með meira en tæpar 88 þúsund krónur í tekjur á mánuði fengi enga aðstoð frá sveitarfélögunum. Hins væri ríkið að standa sig nokkuð vel eins og dæmi sem tekin voru á fundinum af þremur bótaþegum með mismunandi fjölskylduaðstæður. Í þeim dæmum lenti enginn bótaþeganna undir fátækramörkum samkvæmt skilgreiningu OECD. "Ég efast ekki um að þeir séu í erfiðleikum þannig að ég held að í sumum tilfellum sé þetta ekki tekjuvandamál heldur útgjaldavandamál. Og það er miklu erfiðara fyrir kerfið að taka á slíku vandamáli."Aðspurður hvort það væri markmið ríkisstjórnarinnar að útrýma fátækt svaraði ráðherra; "Markmið ríkisstjórnarinnar er að bæta kjör allra þjóðfélagsþegna eins og við mögulega getum." Fréttir Innlent Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Sjá meira
Sveitarfélögin verða að taka sig á í aðstoð sinni við fátæka. Þetta er mat fjármálaráðherra sem efast jafnframt um mælistiku OECD á fátækt, segir hana mæla tekjudreifingu en ekki fátækt. Fjármálaráðherra boðaði fund í dag í tilefni af umræðu um fátækt á Íslandi eftir að birt var skýrsla sem sýndi að 4634 börn í tæplega þrjú þúsund fjölskyldum byggju við fátækt hér á landi. "Ég er ekkert að bera brigður á skýrsluna," segir Árni Mathiesen fjármálaráðherra. "En hún er ákveðið sjónarhorn og ég held að við þurfum að hafa önnur sjónarhorn líka í huga."Aðrar mælistikur gætu sýnt að fleiri eða færri lentu undir fátækramörkum, segir Árni. Fátækt á Íslandi þurfi að skoða í víðtækara samhengi en út frá þessari skýrslu. Tölurnar í henni séu tveggja ára gamlar og ýmsar breytingar verið gerðar að undanförnu, meðal annars munu skerðingamörk barnabóta hafa hækkað um 50% á tveimur árum frá næstu áramótum. Árni segir áhugavert að vita hverju þessar breytingar munu skila.Á fundinum benti ráðherra á sveitarfélögin og taldi öryggisnet þeirra gisið í ljósi þess að einstaklingur - eða einstætt foreldri - sem er með meira en tæpar 88 þúsund krónur í tekjur á mánuði fengi enga aðstoð frá sveitarfélögunum. Hins væri ríkið að standa sig nokkuð vel eins og dæmi sem tekin voru á fundinum af þremur bótaþegum með mismunandi fjölskylduaðstæður. Í þeim dæmum lenti enginn bótaþeganna undir fátækramörkum samkvæmt skilgreiningu OECD. "Ég efast ekki um að þeir séu í erfiðleikum þannig að ég held að í sumum tilfellum sé þetta ekki tekjuvandamál heldur útgjaldavandamál. Og það er miklu erfiðara fyrir kerfið að taka á slíku vandamáli."Aðspurður hvort það væri markmið ríkisstjórnarinnar að útrýma fátækt svaraði ráðherra; "Markmið ríkisstjórnarinnar er að bæta kjör allra þjóðfélagsþegna eins og við mögulega getum."
Fréttir Innlent Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Sjá meira