Verðlaunafé boðið fyrir upplýsingar 13. desember 2006 19:45 Breska lögreglan leitar nú logandi ljósi að raðmorðingja sem hefur myrt fimm vændiskonur nærri Ipswich á tæpum mánuði. Blaðið News of the World hefur heitið jafnvirði rúmlega þrjátíu milljóna íslenskra króna í verðlaun fyrir upplýsingar sem leiða til handtöku og hafa um tvö þúsund ábendingar þegar borist lögreglu. Morðin nú minna á það þegar Kobbi kvirðista herjaði á vændiskonur í Witechapel hverfi Lundúna síðla árs 1888. Fórnarlömbin voru fimm þá líkt og nú. Málið í Austur-Anglíu vekur einnig óþægilegar minningar hjá íbúum í Bradford í Jórvíkurskíri þar sem Paul nokkur Sutcliffe myrti þrettán konur á árunum 1975 til 1980. Flest fórnarlömb hans voru vændiskonur. Nú hefur ódæðismaður af sama sauðarhúsi látið til skarar skríða í Ipswich og eru lögreglumenn í kapphlaupi við tímann að finna hann áður en fleiri konur falla í valinn. Svæðið þar sem sem lík kvennanna fundust er fínkembt. Stewart Gull, lögregluforingi í Suffolk sýslu, segir ljóst að töluvert sé líkt með morðunum. Öll fórnarlömbin hafi verið vændiskonur samkvæmt upplýsingum lögreglu. Þær hafi allar fundist við svipaðar aðstæður. Morðinginn eða morðingjarnir hafi gert vændiskonur að skotmörkum sínum og ekkert bendi til þess að konur úr öðrum þjóðfélagshópum þurfi að hafa áhyggjur. Þrátt fyrir það hafa allir íbúar í Ipswich áhyggjur af eigin öryggi og hraða flestir sér heim að loknum vinnudegi. David Wilson, prófessor í afbrotafræði, segir hætt við því að morðingi myrði enn fleiri og óvíst hvenær hann telji nóg komið. Svo gæti farið að hann hætti á einhverjum tímapunkti eða þá að hann beini spjótum sínum að öðrum en vændiskonum. Lou er vændiskona í Ipswich. Hún er heróínfíkill. Lou þekkti eitt fórnarlambanna, Anneli Alderton, og var með henni skömmu áður en hún hvarf. Hún segir Anneli hafa verið hamingjusama þá. Þær hafi staðið saman við eitt götuhornið og gætt sér á jarðaberjum. Hún hafi ekki virst hafa áhyggjur af nokkru. Erlent Fréttir Mest lesið Dómari birtir nafn sæðisgjafa til að vara við honum og öðrum Erlent Sérkennilegt að vera útilokuð vegna mála sem komi borginni ekki við Innlent Útilokar aðild Úkraínu að NATO og krefur Evrópu um meira Erlent „Það er ekki hægt að koma svona fram við fólk“ Innlent Gullafólk, þingmenn og kanónur klöppuðu upp Guðrúnu Innlent Úrskurðarnefnd vísar máli Búseta frá Innlent „Kryddpíur“ í formlegt samtal Innlent Krókur Dana á móti bragði sem vilja kaupa Kaliforníu af Trump Erlent „Það er ekkert ólíklegt að þessi Sundhnúkssyrpa sé að koma að endalokum“ Innlent Hefur lagt fram frumvarp og ætlar að eyða óvissunni Innlent Fleiri fréttir Trump segir samningaviðræður um Úkraínustríðið hefjast strax McConnell greiddi atkvæði gegn Gabbard Kanna fullyrðingar hjúkrunarfræðings sem sagðist drepa Ísraela Útilokar aðild Úkraínu að NATO og krefur Evrópu um meira Telja Andersson hafa skotið fólk af handahófi Skotflaugar féllu á Kænugarð Krókur Dana á móti bragði sem vilja kaupa Kaliforníu af Trump Veitti Musk og DOGE meiri völd til niðurskurðar Dómari birtir nafn sæðisgjafa til að vara við honum og öðrum Segir Arabaríkin sameinuð í andstöðu sinni við hugmyndir Trump Samkomulagi um vopnahlé verði rift verði gíslunum ekki skilað Rússar láta bandarískan kennara úr haldi Óttast að átök verði að stóru stríði Neituðu að skrifa undir yfirlýsingu um gervigreind Sakar Tate-bræður um að þvinga sig til kynlífsvinnu Uppgjör milli Hvíta hússins og dómstóla í vændum Kennari stakk átta ára stúlku til bana Fundust látnir í tjaldi á hæsta fjalli Svíþjóðar Skurðlæknir grunaður um kynferðisbrot gegn 299 börnum Girnist Gasa og vill íbúana burt Segja Ísraela hafa brotið vopnahléssamninginn Ítrekar að honum er alvara um Kanada Forsetinn segir af sér Kölluðu Páfagarð „siðspilltan“ og „barnaníðs“ ríki Nasistadýrkun og gyðingaandúð: Ye hættur á Twitter Bandaríkin og öfgahægrið efst á baugi hjá þýsku kanslaraefnunum Selenskí segir nauðsynlegt að tryggja varanlegan frið Ísraelsher hverfur frá Netzarim en framhaldið óljóst Hótar 25 prósent tollum á allt stál og ál Rannsaka andlát breskra hjóna í Frakklandi Sjá meira
Breska lögreglan leitar nú logandi ljósi að raðmorðingja sem hefur myrt fimm vændiskonur nærri Ipswich á tæpum mánuði. Blaðið News of the World hefur heitið jafnvirði rúmlega þrjátíu milljóna íslenskra króna í verðlaun fyrir upplýsingar sem leiða til handtöku og hafa um tvö þúsund ábendingar þegar borist lögreglu. Morðin nú minna á það þegar Kobbi kvirðista herjaði á vændiskonur í Witechapel hverfi Lundúna síðla árs 1888. Fórnarlömbin voru fimm þá líkt og nú. Málið í Austur-Anglíu vekur einnig óþægilegar minningar hjá íbúum í Bradford í Jórvíkurskíri þar sem Paul nokkur Sutcliffe myrti þrettán konur á árunum 1975 til 1980. Flest fórnarlömb hans voru vændiskonur. Nú hefur ódæðismaður af sama sauðarhúsi látið til skarar skríða í Ipswich og eru lögreglumenn í kapphlaupi við tímann að finna hann áður en fleiri konur falla í valinn. Svæðið þar sem sem lík kvennanna fundust er fínkembt. Stewart Gull, lögregluforingi í Suffolk sýslu, segir ljóst að töluvert sé líkt með morðunum. Öll fórnarlömbin hafi verið vændiskonur samkvæmt upplýsingum lögreglu. Þær hafi allar fundist við svipaðar aðstæður. Morðinginn eða morðingjarnir hafi gert vændiskonur að skotmörkum sínum og ekkert bendi til þess að konur úr öðrum þjóðfélagshópum þurfi að hafa áhyggjur. Þrátt fyrir það hafa allir íbúar í Ipswich áhyggjur af eigin öryggi og hraða flestir sér heim að loknum vinnudegi. David Wilson, prófessor í afbrotafræði, segir hætt við því að morðingi myrði enn fleiri og óvíst hvenær hann telji nóg komið. Svo gæti farið að hann hætti á einhverjum tímapunkti eða þá að hann beini spjótum sínum að öðrum en vændiskonum. Lou er vændiskona í Ipswich. Hún er heróínfíkill. Lou þekkti eitt fórnarlambanna, Anneli Alderton, og var með henni skömmu áður en hún hvarf. Hún segir Anneli hafa verið hamingjusama þá. Þær hafi staðið saman við eitt götuhornið og gætt sér á jarðaberjum. Hún hafi ekki virst hafa áhyggjur af nokkru.
Erlent Fréttir Mest lesið Dómari birtir nafn sæðisgjafa til að vara við honum og öðrum Erlent Sérkennilegt að vera útilokuð vegna mála sem komi borginni ekki við Innlent Útilokar aðild Úkraínu að NATO og krefur Evrópu um meira Erlent „Það er ekki hægt að koma svona fram við fólk“ Innlent Gullafólk, þingmenn og kanónur klöppuðu upp Guðrúnu Innlent Úrskurðarnefnd vísar máli Búseta frá Innlent „Kryddpíur“ í formlegt samtal Innlent Krókur Dana á móti bragði sem vilja kaupa Kaliforníu af Trump Erlent „Það er ekkert ólíklegt að þessi Sundhnúkssyrpa sé að koma að endalokum“ Innlent Hefur lagt fram frumvarp og ætlar að eyða óvissunni Innlent Fleiri fréttir Trump segir samningaviðræður um Úkraínustríðið hefjast strax McConnell greiddi atkvæði gegn Gabbard Kanna fullyrðingar hjúkrunarfræðings sem sagðist drepa Ísraela Útilokar aðild Úkraínu að NATO og krefur Evrópu um meira Telja Andersson hafa skotið fólk af handahófi Skotflaugar féllu á Kænugarð Krókur Dana á móti bragði sem vilja kaupa Kaliforníu af Trump Veitti Musk og DOGE meiri völd til niðurskurðar Dómari birtir nafn sæðisgjafa til að vara við honum og öðrum Segir Arabaríkin sameinuð í andstöðu sinni við hugmyndir Trump Samkomulagi um vopnahlé verði rift verði gíslunum ekki skilað Rússar láta bandarískan kennara úr haldi Óttast að átök verði að stóru stríði Neituðu að skrifa undir yfirlýsingu um gervigreind Sakar Tate-bræður um að þvinga sig til kynlífsvinnu Uppgjör milli Hvíta hússins og dómstóla í vændum Kennari stakk átta ára stúlku til bana Fundust látnir í tjaldi á hæsta fjalli Svíþjóðar Skurðlæknir grunaður um kynferðisbrot gegn 299 börnum Girnist Gasa og vill íbúana burt Segja Ísraela hafa brotið vopnahléssamninginn Ítrekar að honum er alvara um Kanada Forsetinn segir af sér Kölluðu Páfagarð „siðspilltan“ og „barnaníðs“ ríki Nasistadýrkun og gyðingaandúð: Ye hættur á Twitter Bandaríkin og öfgahægrið efst á baugi hjá þýsku kanslaraefnunum Selenskí segir nauðsynlegt að tryggja varanlegan frið Ísraelsher hverfur frá Netzarim en framhaldið óljóst Hótar 25 prósent tollum á allt stál og ál Rannsaka andlát breskra hjóna í Frakklandi Sjá meira