Innlent

Mengun næstmest í Reykjavík

Umhverfisvænni samgöngur
felast m.a. í hjólreiðum og bættum almenningssamgöngum.
Umhverfisvænni samgöngur felast m.a. í hjólreiðum og bættum almenningssamgöngum.

Losun koltvísýrings (CO2) vegna samgangna á hvern íbúa er næstmest í Reykjavík samkvæmt mælingum í sjö stórborgum á Norðurlöndunum. Losun koltvísýrings er aðeins meiri í Málmey í Svíþjóð.

Þetta kom fram á stórborgarráðstefnu Norðurlandanna um umhverfisvísa sem haldin var í Kaupmannahöfn í liðinni viku.

Hjalti J. Guðmundsson, framkvæmdastjóri hjá Umhverfissviði Reykjavíkurborgar, segir úrlausnarverkefni Reykjavíkur liggja í umhverfisvænni ferðavenjum borgarbúa, til dæmis almenningssamgöngum og hjólastígakerfi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×