Alvarlegar ásakanir á Bush og stjórn hans 2. október 2006 05:30 George W. Bush Bandaríkjaforseti er undir miklu álagi þessa dagana, en í dag kemur bók blaðamannsins virta Bobs Woodward út, þar sem Bush fær afar harða útreið og er sagður lifa í afneitun varðandi ástandið í Írak. George W. Bush Bandaríkjaforseti reynir að leyna því hversu alvarlegt ástandið er orðið í Írak, segir í bókinni State of Denial, eða Ríki afneitunar, eftir virtan bandarískan blaðamann, Bob Woodward. Bókin kemur út í dag. „Uppreisnarseggirnir vita hvað þeir eru að gera, þeir þekkja hversu víðtækt ofbeldið er og hversu mikil áhrif það hefur," sagði Woodward nýlega í fréttaviðtali við breska ríkisútvarpið, BBC, og bætti við að bandaríska þjóðin hefði aftur á móti ekki hugmynd um hið sama. Bush og talsmenn Hvíta hússins hafa reynt að afneita upplýsingunum sem í bókinni er að finna. Sagði Tony Snow, talsmaður Hvíta hússins, að bókin væri líkt og „bómullarsykur" sem virðist matarmikill, en „bráðnar við snertingu". Woodward, sem starfar sem aðstoðarritstjóri Washington Post, hefur skrifað tvær aðrar bækur um Bush og stjórn hans, en hefur hingað til að mestu leyti látið vera að gagnrýna forsetann. Bækur hans hafa í raun verið taldar til skyldulesningar fyrir stuðningsmenn Bush. Þó hafa talsmenn Hvíta hússins staðfest þær fregnir sem fram koma í bókinni um að fyrrum utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Henry Kissinger, sé nú einn aðalráðgjafi Bush. Woodward segir Dick Cheney, varaforseta Bandaríkjanna, hafa upplýst sig um að Kissinger, sem starfaði undir Richard Nixon og Gerald Ford forsetum meðan á Víetnamstríðinu stóð, væri orðinn afar náinn vinur Bush. „Hann er kominn aftur. Í raun er eins og Henry Kissinger sé einn af fjölskyldunni. Sé hann staddur í bænum getur hann bara hringt og ef forsetinn er laus, þá hittast þeir," sagði Woodward. Að mati Kissingers geta Bandaríkjamenn ekki yfirgefið Írak fyrr en sigur er í hönd, að sögn Woodwards. „Þetta er heillandi. Kissinger hefur endurvakið Víetnamstríðið," sagði Woodward, sem var einn tveggja blaðamanna sem komu upp um Watergate-hneykslið í tíð Nixons. Í bókinni segir jafnframt að Andrew Card, fyrrverandi starfsmannastjóri Hvíta hússins, hafi í tvígang reynt að fá Bush til að reka varnarmálaráðherra landsins, Donald Rumsfeld, í seinna skiptið með aðstoð Lauru, eiginkonu Bush. Umleitan þeirra bar þó ekki árangur. Bókin kemur í bókabúðir vestra í dag og gera má ráð fyrir að hún seljist afar vel. Erlent Mest lesið Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Fleiri fréttir Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Sjá meira
George W. Bush Bandaríkjaforseti reynir að leyna því hversu alvarlegt ástandið er orðið í Írak, segir í bókinni State of Denial, eða Ríki afneitunar, eftir virtan bandarískan blaðamann, Bob Woodward. Bókin kemur út í dag. „Uppreisnarseggirnir vita hvað þeir eru að gera, þeir þekkja hversu víðtækt ofbeldið er og hversu mikil áhrif það hefur," sagði Woodward nýlega í fréttaviðtali við breska ríkisútvarpið, BBC, og bætti við að bandaríska þjóðin hefði aftur á móti ekki hugmynd um hið sama. Bush og talsmenn Hvíta hússins hafa reynt að afneita upplýsingunum sem í bókinni er að finna. Sagði Tony Snow, talsmaður Hvíta hússins, að bókin væri líkt og „bómullarsykur" sem virðist matarmikill, en „bráðnar við snertingu". Woodward, sem starfar sem aðstoðarritstjóri Washington Post, hefur skrifað tvær aðrar bækur um Bush og stjórn hans, en hefur hingað til að mestu leyti látið vera að gagnrýna forsetann. Bækur hans hafa í raun verið taldar til skyldulesningar fyrir stuðningsmenn Bush. Þó hafa talsmenn Hvíta hússins staðfest þær fregnir sem fram koma í bókinni um að fyrrum utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Henry Kissinger, sé nú einn aðalráðgjafi Bush. Woodward segir Dick Cheney, varaforseta Bandaríkjanna, hafa upplýst sig um að Kissinger, sem starfaði undir Richard Nixon og Gerald Ford forsetum meðan á Víetnamstríðinu stóð, væri orðinn afar náinn vinur Bush. „Hann er kominn aftur. Í raun er eins og Henry Kissinger sé einn af fjölskyldunni. Sé hann staddur í bænum getur hann bara hringt og ef forsetinn er laus, þá hittast þeir," sagði Woodward. Að mati Kissingers geta Bandaríkjamenn ekki yfirgefið Írak fyrr en sigur er í hönd, að sögn Woodwards. „Þetta er heillandi. Kissinger hefur endurvakið Víetnamstríðið," sagði Woodward, sem var einn tveggja blaðamanna sem komu upp um Watergate-hneykslið í tíð Nixons. Í bókinni segir jafnframt að Andrew Card, fyrrverandi starfsmannastjóri Hvíta hússins, hafi í tvígang reynt að fá Bush til að reka varnarmálaráðherra landsins, Donald Rumsfeld, í seinna skiptið með aðstoð Lauru, eiginkonu Bush. Umleitan þeirra bar þó ekki árangur. Bókin kemur í bókabúðir vestra í dag og gera má ráð fyrir að hún seljist afar vel.
Erlent Mest lesið Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Fleiri fréttir Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Sjá meira