Innlent

Sjöfn forstjóri Matís

Dr. Sjöfn Sigurgísladóttir hefur verið ráðin forstjóri hins nýstofnaða fyrirtækis Matís ohf. frá 1. janúar 2007, en þá hefst eiginleg starfsemi félagsins, segir í tilkynningu frá félaginu.

Matís ohf. er opinbert hlutafélag þar sem matvælarannsóknir á vegum hins opinbera eru sameinaðar í eitt félag, Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins, RUST (rannsóknastofnun Umhverfisstofnunar) og Matvælarannsóknir á Keldnaholti.

Sjöfn hefur verið forstjóri Rannsóknastofnunar fiskiðnaðarins síðan árið 2002, en þar áður starfaði hún á sviði matvælaöryggis hjá Hollustuvernd (nú Umhverfisstofnun) og við rannsóknar- og þróunarmál hjá Iðntæknistofnun í samstarfi við matvælaiðnaðinn. Sjöfn hefur einnig sinnt nefndar- og trúnaðarstörfum á þessum vettvangi undanfarin ár, bæði innanlands og erlendis. Hún er 43 ára.

Matís ohf. verður með starfsemi sína á nokkrum stöðum á landinu, en með aðalstöðvar í Reykjavík.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×