Viðskipti erlent

Strax kaupir more

Í Dubai. Strax stefnir að því að opna skrifstofu í Dubai á þessu ári og síðar á Íslandi. Á myndinni má sjá nýtískubyggingu gnæfa yfir moskunni Zabil í janúarbyrjun.
Í Dubai. Strax stefnir að því að opna skrifstofu í Dubai á þessu ári og síðar á Íslandi. Á myndinni má sjá nýtískubyggingu gnæfa yfir moskunni Zabil í janúarbyrjun.

Velta Strax-samstæðunnar, sem framleiðir aukabúnað fyrir farsíma, verður um 250 milljónir bandaríkjadala á þessu ári, sem samsvarar tæpum sextán milljörðum króna, eftir að félagið keypti þýska dreifingaraðilann more International. Velta samstæðunnar meira en tvöfaldaðist við yfirtökuna.

Kjartan Örn Sigurðsson, framkvæmdastjóri sölumála hjá Strax, segir að félagið sé þar með orðið einn af stærstu dreifingaraðilum á aukavöruhlutum í farsíma í Evrópu.

Strax hefur náð sterkri markaðsstöðu í Bretlandi og Danmörku. Stærstu viðskiptavinirnir eru annars vegar farsímafyrirtæki, meðal annars TDC í Danmörku og breska farsímafélagið O2, og hins vegar verslunarkeðjur, internetkeðjur og heildsalar úti um gjörvallan heim.

Fyrir samrunann rak Strax skrifstofur í London, Hong Kong og Miami, þar sem höfuðstöðvarnar eru, en more International rekur átta skrifstofur. Á árinu ætlar fyrirtækið að opna söluskrifstofu í Dubai og unnið er að opnun skrifstofu á Íslandi. Stærsti hluthafinn í Strax er Landsbankinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×