WBA vann mikilvægan sigur á Wigan á útivelli í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag, 1-0 og lyfti sér upp í 16. sæti deildarinnar. Martin Albrechtsen skoraði sigurmarkið á 56. mínútu og var sigurinn einkar frækinn þar sem gestirnir léku manni færri frá 43. mínútu þegar Darren Moore fékk að líta rauða spjaldið.
Wigan er í 6. sæti með 34 stig, sex stigum á eftir Tottenham sem er í 4. sæti.
Tveir leikir eru á dagskrá deildarinnar í dag en leikur Sunderland og Chelsea hefst nú kl. 16.