Sport

Juventus slær 56 ára stigamet

Del Piero skoraði sitt 186. mark fyrir Juventus í dag.
Del Piero skoraði sitt 186. mark fyrir Juventus í dag.
Alessandro Del Piero skoraði sigurmark Juventus sem vann Reggina, 1-0 í ítalska fótboltanum í dag en með sigrinum sló liðið 56 ára gamalt stigamet nú þegar deildin er hálfnuð. Juve er með 52 stig, tíu stiga forskot á Inter Milan sem lagði Cagliari 3-2 með tveimur mörkum frá brasilíska sóknarmanninum Adriano.

Aldrei áður hefur lið á Ítalíu náð 50 stigum þegar deildin er hálfnuð en gamla metið átti lið Juventus tímabilið 1949-50. Fyrir 56 árum hefði lið Juve náð 50 stigum ef þrjú stig hefðu verið gefin fyrir sigur en á þeim tíma fengust aðeins tvö stig fyrir sigur.

Fiorentina sigraði Chievo Verona 2-1 með mörkum frá markahæsta manni deildarinnar, Luca Toni.

Fiorentina er í 4. sæti með 40 stig eins og AC Milan sem á leik til góða gegn Roma í kvöld.

Livorno situr í 5. sæti eftir 2-2 jafntefli við Siena og Laziogerði 1-1 jafntefli við Parma. Botnlið Treviso erði 2-2 jafntefli við Treviso og Ascoli vann Empoli 3-1. Heil umferð fer fram í deildinni á miðvikudag.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×