Eiður Smári Guðjohnsen 19. mars 2006 00:00 Íþróttamaður ársins, Eiður Smári Guðjohnsen, svarar í dag spurningum lesenda Fréttablaðsins og Vísis. Margt áhugavert kemur fram í viðtalinu og nægir þar að nefna að Eiður útilokar ekki að feta í fótspor föður síns og afa og spila með Völsungi. Eiður játar að hann hafi gaman af Silvíu Nótt og svo upplýsir hann að Ricardo Carvalho fái oft að heyra það frá Jose Mourinho. Hér má lesa svör við öllum spurningum sem lesendur sendu Eiði. Hrannar, Reykjavík, 31 árs. Hvernig finnst þér að vera pabbi? Meiriháttar!Kristinn Bjarnason, Hveragerði, 23 ára.Telur þú að frægðin hafi stigið þér til höfuðs eftir að þú komst í hóp meðal bestu knattspyrnumanna heims? Nei, ég reyni að láta það ekki gerast og vona að mér takist það.Ólafur Ólafsson, Akureyri, 48 ára Telur þú að knattspyrnuforystan á Íslnds standi nægjanlega vel með forystumönnum liða á landsbyggðinni t.a.m varðandi kröfur þeirra um jöfnun ferðakostnaðar. Þekki þessi mál ekki nægilega vel þar sem ég hef búið erlendis síðustu 13 árin.Karl Gunnarsson, Reykjavik, 27 ára.Ég var ad velta þvi fyrir mér hvort þu hafir einhvern timann bodid einhverjum sem a vid alvarleg veikindi ad strida a völlinn ? Já, ég hef nokkrum sinnum boðið börnum á völlin. Síðast bauð ég bauð ungum enskum strák sem var með alvarlegt krabbamein.Rúnar Ólafsson, Reykjavík,30 ára. Ég er með strák sem að er 10 ára og er rétt núna að fá fótboltadellu.Hvernig er best að fara að því að virkja meira áhugann hjá honum. Fara saman á völlinn er gott ráð en annars held ég að áhuginn komi yfirleitt af sjálfu sér. Svo eru náttúrulega alltaf einhverjir sem bara hafa ekki áhuga á fótbolta. Daði Berg Gretarsson, Reykjavík, 15 áraMeð hvaða liði spilar kobe í NBA? L.A. Lakers Egill Harðarsson, Reykjavík, 30 áraEf þú mættir velja hvaða leikmann sem er til að spila þér við hlið, hvern myndir þú velja? Ronaldinho í Barcelona. Gunnar Gunnarsson, Egilsstaðir,Veistu til þess að Manchester United hafi reynt að ná í þig eða fylgst náið með þér? Ef já - hvenær var það og hvað kom í veg fyrir að þú færir til United? Já, ég veit að þeir voru að fylgjast með mér fyrir fjórum árum. Ken Bates sem átti Chelsea kom í veg fyrir það. Það er svo ekki víst að ég hefði viljað fara ef það hefði komið til.Atli Sigurðsson, Reykjavík, 16 áraLéstu þig detta í fyrri leik ykkar við Liverpool þegar Alonso fékk gult spjald í undanúrslitum meistaradeildarinnar? Nei. Hann kom mér úr jafnvægi. Jón Þór Tryggvason, Keflavík, 14 áraHvernig bíla áttu? Range Rover Rafn Gíslason, Reykjavík, 40 áraÞað fer ekki á milli mála að þú ert sterkbyggður með mikinn vöðvamassa.En þú virkar á mynd sem að þú sért 3-4 kílóum of þungur, hvað segir þú um það ? Ég er fæ sekt frá Chelsea ef ég er of þungur. Ég hef ekki verið sektaður enn.Guðmundur Sigurðsson, Rekagrandi 5, 11 ára.Þegar þú varst ellefu ára hvað var þá metið þitt að halda bolta á lofti. Síðan var ég ánægður þegar þú gafst peninginn sem þú fékkst fyrir að vera íþróttamaður ársins Þegar ég var ellefu ára? Ég man það bara ekki en ég æfði mig á hverjum degi. Gott að heyra það vinur. Vala Margrét, Hveragerði, 16 áraHver er uppáhalds staðurinn þinn á Íslandi? Minn uppáhaldsstaður á Íslandi eru Þingvellir. Örn Arnarsson, Reykjavík, 35 áraHvað fór í gegnum huga þinn, er þú labbaðir inn á völlinn fyrir landsleik ykkar á móti Trinidad og Tobago ?? Er ekki ógerningur að ná upp stemningu í svoleiðis leik, svona mitt á milli stórleikjanna með Chelsea ?? Það er það jú. Það er mjög erfitt og þar sem ég var að eignast barn daginn eftir þá átti það allan hug minn þennan dag. Örn Geir Arnarson, Hafnarfjörður, 10 áraHver er uppáhalds hjómsveitin þín ? Rolling Stones Brynjar Mar Bjarnason, Breiðholtið, 16 áraHvaða stöðu spilaðirðu i þinum allra fyrsta leik? Á miðjunni, með ÍR, minnir mig.Jóhannes Jóhansson, Reykjavík, 21 áraEru paparazzi-ljósmyndarar mikið á eftir þér? Ekki á eftir mér en það hafa verið teknar myndir af mér inni í London af slíkum ljósmyndurum Árni Geir Kristmundsson, Salthamrar 18, 16 áraHvenær á að snoða sig ? Á sumrin. Viktor Jónsson, 108 Reykjavík, 13 áraHvað mælirðu með fyrir litla krakka þarna úti sem eiga sér þann draum að verða atvinnumenn í fótbolta?? Æfa eins mikið og hægt er og hafa bolta með sér hvert sem maður fer. Gunnlaugur Jón Ingason, Hafnarfjörður, 14 áraHvernig æfingar tókstu fyrir þegar þú æfðir þig aleinn á yngri árum? Tækniæfingar. Fyrst og fremst móttökur á bolta, skjóta fast í vegg og taka boltann niður.Sigfús Þ. Sigmundsson, USA, 32 áraHvort njóta hæfileikar þínir sín betur í stöðu framherja eða miðjumanns að þínu mati? Í hvorri stöðunni telur þú þig eiga meiri möguleika á að hámarka hæfileika þína sem knattspyrnumaður á næstu árum? Meðan ég er inni á vellinum þá er það mitt að reyna að láta hæfileikana njóta sín, hvort sem ég er frammi eða á miðjunni. Guðmundur, Reykjavík, 36 áraSæll Eiður og til hamingju með nýjasta strákinn þinn. Hvernig gengur að halda einbeitingunni þegar svona stórviðburður á sér stað í einkalífinu? Er ekki erfitt að þurfa að vera að fara frá á svona tíma og spila erlendis? Jú, það er alltaf erfitt að fara frá fjölskyldunni en ég reyni að taka því eins og hver annar sem á börn. Reyni eins og aðrir að einbeita mér að vinnunni þegar ég er þar og nota svo vel tímann með fjölskyldunni þegar ég er heima.Halldór Björnsson, Grindavík, 23 áraMeð hvaða leikmönnum eyðiru mestum tíma með, það er að segja, af þessum hóp hverjir eru þínir vinir? Frank Lampard og John Terry og svo er Damien Duff líka góður vinur minn.Fannar, Reykjavík, 19 áraÉg hef löngum velt því fyrir mér hvaða leikmaður í Chelsea er skemmtilegastur og hver er leiðinlegastur? Skemmtilegastur er Damien Duff, en það er best að ég haldi því út af fyrir mig hver er leiðinlegastur. Hannibal Ragnheiðarson, Salzburg, 25 áraFinnst þér þú vera vanmetinn? Stundum finnst mér það.Sigríður, Rvk, 13 áraFílaru Silvíu Nótt? Já, mér finnst hún mjög fyndin. Bjarni Hannes Kristjánsson, Hafnarfjörður, 15 áraÉg hef verið að velta því fyrir mér hvort þú hafðir einhvern tímann alveg drepleiðinlegan þjálfara sem vissi ekkert í sinn haus? Já, það hef ég haft en nefni engin nöfn.Svala Rut, Öxarfjörður, 15 áraVið hvaða lið finnst þér skemmtilegast að spila við? hvað er skemmtilegasti leikur sem þú hefur spilað ? Mér finnst skemmtilegast að spila við Barcelona og skemmtilegasti leikur sem hef spilað var á móti Barcelona í fyrra þegar við unnum þá 4-2.Hermann M, Reykjavík, 34 ára Hver er uppáhalds veitingastaðurinn þinn í London? Scalinis í Knightsbridge Árni Gísli Magnússon, Akureyri, 13 áraAf hverju ertu númer 22 í Chelsea og 9 í landsliðinu og hvað er uppáhaldsnúmerið þitt? 22 er fysta talan sem ég fékk hjá Chelsea og mér finnst hún mjög góð. Ég er númer 9 í landsliðinu, bara af því að ég get ekki verið númer 22. Ætli það megi ekki segja að 22 sé uppáhaldstalan mín. Pálína, Ísland, 15 áraErtu fylgjandi því að fylla Ísland af álverum og rústa landinu okkar? Ég er ekki fylgjandi því að landinu okkar sé rústað alveg sama hvað á í hlut.Pétur Björnsson, Hvanneyri, 12 áraÉg var að velta því fyrir mér hvernig væri að vera stórstjarna.Er það erfitt? Ég hef aldrei litið á sjálfan mig sem stórstjörnu. Hörn Heiðarsdóttir, Reykjavík, 13 áraMeð hvaða liði hélstu í enska boltanum þegar þú varst lítill? Tottenham, þegar ég var ungur og vitlaus!Hjalti Ómarsson, Reykjavík, 21 ársHeldur þú að meiðslin sem þú máttir þola á þínum yngri árum hafi haft áhrif á snerpu þína og haldi stundum aftur af leik þínum í dag? Hvað telur þú að sé þinn mesti galli á vellinum? Já, ég held að þau hafi haft áhrif á hvernig ég mótaðist sem knattspyrnumaður. Mín veikasta hlið er kannski að skalla. Brynjar Gunnarsson, Vesturbærinn, 17 áraHver er besti varnarmaðurinn í ensku deildinni utan Chelsea? Hvaða lið í enska boltanum er skemmtilegast að vinna? Jamie Carragher. Skemmtilegasta liðið að vinna er Tottenham. Brynjar Emil Friðriksson, Keflavík, 27 áraÁ hvaða leikvangi finnst þér besta andrúmsloftið í ensku úrvalsdeildinni, fyrir utan Stamford Bridge? Anfield hjá Liverpool. Þar eru mestu lætin Ólafur Björnsson, Reykjavík, 26 áraHver finnst þér vanmetnasti knattspyrnumaðurinn í dag? Brynjar Björn Gunnarsson Hafsteinn J. Brynjólfsson, Hafnarfjörður, 15 áraEf þú endar ferilinn á Íslandi, með hvaða liði hefurðu hugsað þér að spila með? Völsungi á Húsavík. Birgir Rúnar Halldórsson, Hfj, 16 áraHvernig er matseðillinn hjá þér frá morgni til kvölds? Borðarðu mikið af nammi og sukki? Notaðru fæðubótarefni? Haframjöl á morgnana. Kjúklingur og pasta í hádegi. Yfirleitt einhverskonar prótin á kvöldin hvort sem það er fiskur, kjúklingur eða kjöt. Borða nánast aldrei nammi. Tek lýsi en ekki fæðurbótarefni.Svanur Páll, Vestmannaeyjar, 9 áraHver var uppáhalds leikmaðurinn þinn í enska boltanum þegar þú varst yngri? Eric Cantona, Manchester United.Þorgeir Lárus Árnason, Kópavogur, 13 áraHvernig er að vera fyrirliði íslenska landsliðsins? Það er mjög gaman og ég ber mikla virðingu fyrir því hlutverki. Hrund Heimisdóttir, 200 kópavogur, 13 áraEr ekki erfitt að vera fótbolta maður? sérðu fjölskylduna sjaldan?? Ég er svoldið mikið í burtu og mikið á hótelum en á móti kemur stuttur vinnudagur yfirleitt. Og þegar ég er í London hef ég góðan tíma með fjölskyldunni inni á milli. Viktor, reykjavík, 12 áraMestu mistök í leik? Klúðraði víti í landsleik þegar ég átti möguleika á gera þrennu. Guðbjörg Eva Guðjónsdóttir, Reykjavík, 11 áraAf hverju varst þú í ósamstæðum skóm í leik Chelsea og Barcelona ? Náði bara að skipta um einn í einu. Fór í gömlu þægilegu skóna í staðinn fyrir þessa nýju sem ég byrjaði leikinn í. Arnar Ægisson, Hafnarfirði, 29 áraHvað ertu með í forgjöf í golfi? Ég er með 18 og ég spila bara golf í góðu veðri. Róbert Þórhallsson, Reykjavík, 25 áraHvaða liðsfélaga þínum finnst/fannst þér skemmtilegast að leika með? Jimmy Floyd Hasselbaink er enn í uppáhaldi. Guðlaugur Karlsson, Reykjavík, 25 áraÞegar þú ferð á Bæjarins bestu og færð þér pylsu hvað lætur þú setja á hana og hvað færð þú þér margar? Ég borða mjög sjaldan pylsur, en ég myndi fá mér með öllu nema hráum og bara eina. Í mesta lagi tvær. Gunnlaugur Karlsson, Njarðvík, 25 árHver besti leikmaðurinn sem þú hefur mætt í ensku úrvalsdeildinni? Patrick Vieira Inga, Hveragerði, 19 áraHvernig er sú tilfinning að spila fyrir framan þúsundir manna? Hún er frábær, fæ aldrei leið á því. Rúnar Ágúst Svavarsson, Seltjarnarnes, 24 áraHver finnst þér vera besti bjór í heimi? Grolsch er í uppáhaldi Andri Már, Reykjavík, 22 áraHvaða maður hefur haft mest áhrif á þinn knattspyrnustíl á ferlinum? Allir þjálfarar sem ég hef haft á ferlinum hafa haft áhrif og gamli líka, pabbi.Haukur Elvar Hafsteinsson, Reykjavík, 21 áraMig langar að spyrja hvernig maður Mourinho er? Flengir hann ykkur ef þið spilið illa og er einhver sérstakur sem er í uppáhaldi hjá honum að flengja? Hann flengir engan en lætur menn heyra það og Carvalho fær oft að heyra mest.Konráð Jónas, Reykjavík, 25 áraFærðu þér strípur í ljósu lokkana? Hvort finnst þér ljósabekkir eða spray-on brúnka betri? Og hvaða snyrti-tips áttu fyrir okkur metró-mennina? Ég hef aldrei prófað spray on. Hef fengið mér strípur en það er dálitið langt síðan. Eina snyrti - tipsið sem ég get gefið er að lykta vel.Árni Ingimundarson, Reykjavík, 30 áraHvað tekur við eftir fótboltann hjá þér? Allavega ekki pólitík! Stefán Benedikt Stefánsson, R-vík, 30 áraEf þú færir í annað lið,hvaða lið væri þá þitt draumalið? AC Milan Gunnar Ásgeirsson, Kópavogur, 41 áraNú bendir allt til þess að Ballack komi til Chelsea. Hvaða álit hefur þú á honum sem leikmanni og kemur þetta til þess að hafa áhrif á þína stöðu innan liðsins? Mér finnst hann mjög góður leikmaður. Nei, ég á ekki von á því þetta hafi mikil áhrif á mína stöðu. Þetta undirstrikar enn einu sinni að maður verður alltaf að sína sitt besta og vera í topp formi. Arna Diljá Guðmundsdóttir, Garðabær, 17 áraHverju þakkarðu velgengni þinni ? Guð og fjölskyldu og smá sjálfum mér. Pétur guðmundsson, Akureyri, 10 áraHvað er metið þittt í að halda á lofti? Metið mitt er eiginlega bara þegar ég verð þreyttur í löppunum. Ég er hættur að telja Íþróttir Mest lesið Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti Hummels kom Rómverjum til bjargar Fótbolti Hófu titilvörnina með öruggum sigri Handbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Fleiri fréttir Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Dagskráin í dag: Körfuboltaveisla „Þetta er mjög ljúft“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fimmta tap Gróttu í röð Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Botnliðið fær landsliðsmann Sættir sig við viku í viðbót í banni þrátt fyrir litla sem enga sök Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Sjá meira
Íþróttamaður ársins, Eiður Smári Guðjohnsen, svarar í dag spurningum lesenda Fréttablaðsins og Vísis. Margt áhugavert kemur fram í viðtalinu og nægir þar að nefna að Eiður útilokar ekki að feta í fótspor föður síns og afa og spila með Völsungi. Eiður játar að hann hafi gaman af Silvíu Nótt og svo upplýsir hann að Ricardo Carvalho fái oft að heyra það frá Jose Mourinho. Hér má lesa svör við öllum spurningum sem lesendur sendu Eiði. Hrannar, Reykjavík, 31 árs. Hvernig finnst þér að vera pabbi? Meiriháttar!Kristinn Bjarnason, Hveragerði, 23 ára.Telur þú að frægðin hafi stigið þér til höfuðs eftir að þú komst í hóp meðal bestu knattspyrnumanna heims? Nei, ég reyni að láta það ekki gerast og vona að mér takist það.Ólafur Ólafsson, Akureyri, 48 ára Telur þú að knattspyrnuforystan á Íslnds standi nægjanlega vel með forystumönnum liða á landsbyggðinni t.a.m varðandi kröfur þeirra um jöfnun ferðakostnaðar. Þekki þessi mál ekki nægilega vel þar sem ég hef búið erlendis síðustu 13 árin.Karl Gunnarsson, Reykjavik, 27 ára.Ég var ad velta þvi fyrir mér hvort þu hafir einhvern timann bodid einhverjum sem a vid alvarleg veikindi ad strida a völlinn ? Já, ég hef nokkrum sinnum boðið börnum á völlin. Síðast bauð ég bauð ungum enskum strák sem var með alvarlegt krabbamein.Rúnar Ólafsson, Reykjavík,30 ára. Ég er með strák sem að er 10 ára og er rétt núna að fá fótboltadellu.Hvernig er best að fara að því að virkja meira áhugann hjá honum. Fara saman á völlinn er gott ráð en annars held ég að áhuginn komi yfirleitt af sjálfu sér. Svo eru náttúrulega alltaf einhverjir sem bara hafa ekki áhuga á fótbolta. Daði Berg Gretarsson, Reykjavík, 15 áraMeð hvaða liði spilar kobe í NBA? L.A. Lakers Egill Harðarsson, Reykjavík, 30 áraEf þú mættir velja hvaða leikmann sem er til að spila þér við hlið, hvern myndir þú velja? Ronaldinho í Barcelona. Gunnar Gunnarsson, Egilsstaðir,Veistu til þess að Manchester United hafi reynt að ná í þig eða fylgst náið með þér? Ef já - hvenær var það og hvað kom í veg fyrir að þú færir til United? Já, ég veit að þeir voru að fylgjast með mér fyrir fjórum árum. Ken Bates sem átti Chelsea kom í veg fyrir það. Það er svo ekki víst að ég hefði viljað fara ef það hefði komið til.Atli Sigurðsson, Reykjavík, 16 áraLéstu þig detta í fyrri leik ykkar við Liverpool þegar Alonso fékk gult spjald í undanúrslitum meistaradeildarinnar? Nei. Hann kom mér úr jafnvægi. Jón Þór Tryggvason, Keflavík, 14 áraHvernig bíla áttu? Range Rover Rafn Gíslason, Reykjavík, 40 áraÞað fer ekki á milli mála að þú ert sterkbyggður með mikinn vöðvamassa.En þú virkar á mynd sem að þú sért 3-4 kílóum of þungur, hvað segir þú um það ? Ég er fæ sekt frá Chelsea ef ég er of þungur. Ég hef ekki verið sektaður enn.Guðmundur Sigurðsson, Rekagrandi 5, 11 ára.Þegar þú varst ellefu ára hvað var þá metið þitt að halda bolta á lofti. Síðan var ég ánægður þegar þú gafst peninginn sem þú fékkst fyrir að vera íþróttamaður ársins Þegar ég var ellefu ára? Ég man það bara ekki en ég æfði mig á hverjum degi. Gott að heyra það vinur. Vala Margrét, Hveragerði, 16 áraHver er uppáhalds staðurinn þinn á Íslandi? Minn uppáhaldsstaður á Íslandi eru Þingvellir. Örn Arnarsson, Reykjavík, 35 áraHvað fór í gegnum huga þinn, er þú labbaðir inn á völlinn fyrir landsleik ykkar á móti Trinidad og Tobago ?? Er ekki ógerningur að ná upp stemningu í svoleiðis leik, svona mitt á milli stórleikjanna með Chelsea ?? Það er það jú. Það er mjög erfitt og þar sem ég var að eignast barn daginn eftir þá átti það allan hug minn þennan dag. Örn Geir Arnarson, Hafnarfjörður, 10 áraHver er uppáhalds hjómsveitin þín ? Rolling Stones Brynjar Mar Bjarnason, Breiðholtið, 16 áraHvaða stöðu spilaðirðu i þinum allra fyrsta leik? Á miðjunni, með ÍR, minnir mig.Jóhannes Jóhansson, Reykjavík, 21 áraEru paparazzi-ljósmyndarar mikið á eftir þér? Ekki á eftir mér en það hafa verið teknar myndir af mér inni í London af slíkum ljósmyndurum Árni Geir Kristmundsson, Salthamrar 18, 16 áraHvenær á að snoða sig ? Á sumrin. Viktor Jónsson, 108 Reykjavík, 13 áraHvað mælirðu með fyrir litla krakka þarna úti sem eiga sér þann draum að verða atvinnumenn í fótbolta?? Æfa eins mikið og hægt er og hafa bolta með sér hvert sem maður fer. Gunnlaugur Jón Ingason, Hafnarfjörður, 14 áraHvernig æfingar tókstu fyrir þegar þú æfðir þig aleinn á yngri árum? Tækniæfingar. Fyrst og fremst móttökur á bolta, skjóta fast í vegg og taka boltann niður.Sigfús Þ. Sigmundsson, USA, 32 áraHvort njóta hæfileikar þínir sín betur í stöðu framherja eða miðjumanns að þínu mati? Í hvorri stöðunni telur þú þig eiga meiri möguleika á að hámarka hæfileika þína sem knattspyrnumaður á næstu árum? Meðan ég er inni á vellinum þá er það mitt að reyna að láta hæfileikana njóta sín, hvort sem ég er frammi eða á miðjunni. Guðmundur, Reykjavík, 36 áraSæll Eiður og til hamingju með nýjasta strákinn þinn. Hvernig gengur að halda einbeitingunni þegar svona stórviðburður á sér stað í einkalífinu? Er ekki erfitt að þurfa að vera að fara frá á svona tíma og spila erlendis? Jú, það er alltaf erfitt að fara frá fjölskyldunni en ég reyni að taka því eins og hver annar sem á börn. Reyni eins og aðrir að einbeita mér að vinnunni þegar ég er þar og nota svo vel tímann með fjölskyldunni þegar ég er heima.Halldór Björnsson, Grindavík, 23 áraMeð hvaða leikmönnum eyðiru mestum tíma með, það er að segja, af þessum hóp hverjir eru þínir vinir? Frank Lampard og John Terry og svo er Damien Duff líka góður vinur minn.Fannar, Reykjavík, 19 áraÉg hef löngum velt því fyrir mér hvaða leikmaður í Chelsea er skemmtilegastur og hver er leiðinlegastur? Skemmtilegastur er Damien Duff, en það er best að ég haldi því út af fyrir mig hver er leiðinlegastur. Hannibal Ragnheiðarson, Salzburg, 25 áraFinnst þér þú vera vanmetinn? Stundum finnst mér það.Sigríður, Rvk, 13 áraFílaru Silvíu Nótt? Já, mér finnst hún mjög fyndin. Bjarni Hannes Kristjánsson, Hafnarfjörður, 15 áraÉg hef verið að velta því fyrir mér hvort þú hafðir einhvern tímann alveg drepleiðinlegan þjálfara sem vissi ekkert í sinn haus? Já, það hef ég haft en nefni engin nöfn.Svala Rut, Öxarfjörður, 15 áraVið hvaða lið finnst þér skemmtilegast að spila við? hvað er skemmtilegasti leikur sem þú hefur spilað ? Mér finnst skemmtilegast að spila við Barcelona og skemmtilegasti leikur sem hef spilað var á móti Barcelona í fyrra þegar við unnum þá 4-2.Hermann M, Reykjavík, 34 ára Hver er uppáhalds veitingastaðurinn þinn í London? Scalinis í Knightsbridge Árni Gísli Magnússon, Akureyri, 13 áraAf hverju ertu númer 22 í Chelsea og 9 í landsliðinu og hvað er uppáhaldsnúmerið þitt? 22 er fysta talan sem ég fékk hjá Chelsea og mér finnst hún mjög góð. Ég er númer 9 í landsliðinu, bara af því að ég get ekki verið númer 22. Ætli það megi ekki segja að 22 sé uppáhaldstalan mín. Pálína, Ísland, 15 áraErtu fylgjandi því að fylla Ísland af álverum og rústa landinu okkar? Ég er ekki fylgjandi því að landinu okkar sé rústað alveg sama hvað á í hlut.Pétur Björnsson, Hvanneyri, 12 áraÉg var að velta því fyrir mér hvernig væri að vera stórstjarna.Er það erfitt? Ég hef aldrei litið á sjálfan mig sem stórstjörnu. Hörn Heiðarsdóttir, Reykjavík, 13 áraMeð hvaða liði hélstu í enska boltanum þegar þú varst lítill? Tottenham, þegar ég var ungur og vitlaus!Hjalti Ómarsson, Reykjavík, 21 ársHeldur þú að meiðslin sem þú máttir þola á þínum yngri árum hafi haft áhrif á snerpu þína og haldi stundum aftur af leik þínum í dag? Hvað telur þú að sé þinn mesti galli á vellinum? Já, ég held að þau hafi haft áhrif á hvernig ég mótaðist sem knattspyrnumaður. Mín veikasta hlið er kannski að skalla. Brynjar Gunnarsson, Vesturbærinn, 17 áraHver er besti varnarmaðurinn í ensku deildinni utan Chelsea? Hvaða lið í enska boltanum er skemmtilegast að vinna? Jamie Carragher. Skemmtilegasta liðið að vinna er Tottenham. Brynjar Emil Friðriksson, Keflavík, 27 áraÁ hvaða leikvangi finnst þér besta andrúmsloftið í ensku úrvalsdeildinni, fyrir utan Stamford Bridge? Anfield hjá Liverpool. Þar eru mestu lætin Ólafur Björnsson, Reykjavík, 26 áraHver finnst þér vanmetnasti knattspyrnumaðurinn í dag? Brynjar Björn Gunnarsson Hafsteinn J. Brynjólfsson, Hafnarfjörður, 15 áraEf þú endar ferilinn á Íslandi, með hvaða liði hefurðu hugsað þér að spila með? Völsungi á Húsavík. Birgir Rúnar Halldórsson, Hfj, 16 áraHvernig er matseðillinn hjá þér frá morgni til kvölds? Borðarðu mikið af nammi og sukki? Notaðru fæðubótarefni? Haframjöl á morgnana. Kjúklingur og pasta í hádegi. Yfirleitt einhverskonar prótin á kvöldin hvort sem það er fiskur, kjúklingur eða kjöt. Borða nánast aldrei nammi. Tek lýsi en ekki fæðurbótarefni.Svanur Páll, Vestmannaeyjar, 9 áraHver var uppáhalds leikmaðurinn þinn í enska boltanum þegar þú varst yngri? Eric Cantona, Manchester United.Þorgeir Lárus Árnason, Kópavogur, 13 áraHvernig er að vera fyrirliði íslenska landsliðsins? Það er mjög gaman og ég ber mikla virðingu fyrir því hlutverki. Hrund Heimisdóttir, 200 kópavogur, 13 áraEr ekki erfitt að vera fótbolta maður? sérðu fjölskylduna sjaldan?? Ég er svoldið mikið í burtu og mikið á hótelum en á móti kemur stuttur vinnudagur yfirleitt. Og þegar ég er í London hef ég góðan tíma með fjölskyldunni inni á milli. Viktor, reykjavík, 12 áraMestu mistök í leik? Klúðraði víti í landsleik þegar ég átti möguleika á gera þrennu. Guðbjörg Eva Guðjónsdóttir, Reykjavík, 11 áraAf hverju varst þú í ósamstæðum skóm í leik Chelsea og Barcelona ? Náði bara að skipta um einn í einu. Fór í gömlu þægilegu skóna í staðinn fyrir þessa nýju sem ég byrjaði leikinn í. Arnar Ægisson, Hafnarfirði, 29 áraHvað ertu með í forgjöf í golfi? Ég er með 18 og ég spila bara golf í góðu veðri. Róbert Þórhallsson, Reykjavík, 25 áraHvaða liðsfélaga þínum finnst/fannst þér skemmtilegast að leika með? Jimmy Floyd Hasselbaink er enn í uppáhaldi. Guðlaugur Karlsson, Reykjavík, 25 áraÞegar þú ferð á Bæjarins bestu og færð þér pylsu hvað lætur þú setja á hana og hvað færð þú þér margar? Ég borða mjög sjaldan pylsur, en ég myndi fá mér með öllu nema hráum og bara eina. Í mesta lagi tvær. Gunnlaugur Karlsson, Njarðvík, 25 árHver besti leikmaðurinn sem þú hefur mætt í ensku úrvalsdeildinni? Patrick Vieira Inga, Hveragerði, 19 áraHvernig er sú tilfinning að spila fyrir framan þúsundir manna? Hún er frábær, fæ aldrei leið á því. Rúnar Ágúst Svavarsson, Seltjarnarnes, 24 áraHver finnst þér vera besti bjór í heimi? Grolsch er í uppáhaldi Andri Már, Reykjavík, 22 áraHvaða maður hefur haft mest áhrif á þinn knattspyrnustíl á ferlinum? Allir þjálfarar sem ég hef haft á ferlinum hafa haft áhrif og gamli líka, pabbi.Haukur Elvar Hafsteinsson, Reykjavík, 21 áraMig langar að spyrja hvernig maður Mourinho er? Flengir hann ykkur ef þið spilið illa og er einhver sérstakur sem er í uppáhaldi hjá honum að flengja? Hann flengir engan en lætur menn heyra það og Carvalho fær oft að heyra mest.Konráð Jónas, Reykjavík, 25 áraFærðu þér strípur í ljósu lokkana? Hvort finnst þér ljósabekkir eða spray-on brúnka betri? Og hvaða snyrti-tips áttu fyrir okkur metró-mennina? Ég hef aldrei prófað spray on. Hef fengið mér strípur en það er dálitið langt síðan. Eina snyrti - tipsið sem ég get gefið er að lykta vel.Árni Ingimundarson, Reykjavík, 30 áraHvað tekur við eftir fótboltann hjá þér? Allavega ekki pólitík! Stefán Benedikt Stefánsson, R-vík, 30 áraEf þú færir í annað lið,hvaða lið væri þá þitt draumalið? AC Milan Gunnar Ásgeirsson, Kópavogur, 41 áraNú bendir allt til þess að Ballack komi til Chelsea. Hvaða álit hefur þú á honum sem leikmanni og kemur þetta til þess að hafa áhrif á þína stöðu innan liðsins? Mér finnst hann mjög góður leikmaður. Nei, ég á ekki von á því þetta hafi mikil áhrif á mína stöðu. Þetta undirstrikar enn einu sinni að maður verður alltaf að sína sitt besta og vera í topp formi. Arna Diljá Guðmundsdóttir, Garðabær, 17 áraHverju þakkarðu velgengni þinni ? Guð og fjölskyldu og smá sjálfum mér. Pétur guðmundsson, Akureyri, 10 áraHvað er metið þittt í að halda á lofti? Metið mitt er eiginlega bara þegar ég verð þreyttur í löppunum. Ég er hættur að telja
Íþróttir Mest lesið Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti Hummels kom Rómverjum til bjargar Fótbolti Hófu titilvörnina með öruggum sigri Handbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Fleiri fréttir Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Dagskráin í dag: Körfuboltaveisla „Þetta er mjög ljúft“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fimmta tap Gróttu í röð Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Botnliðið fær landsliðsmann Sættir sig við viku í viðbót í banni þrátt fyrir litla sem enga sök Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Sjá meira