Íslenski boltinn

Markmiðinu náð

Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks, tók við liðinu í fallsæti en náði því markmiði að halda liðinu uppi. Hann segir það óráðið hvort hann verði áfram. „Miðað við þessa niðurstöðu hef ég vissulega áhuga á því. Ég sest niður með stjórninni eftir helgi og þá kemur þetta í ljós,“ sagði Ólafur, sem var ánægður með leik sinna manna.

„Við spiluðum leikinn af krafti í fyrri hálfleik og áttum möguleika á því að bæta við mörkum. Við höfðum leikinn í okkar höndum, ef Keflvíkingar höfðu ekki áhuga á þessum leik er það algjörlega þeirra vandamál,“ sagði Ólafur. „Markmiðið að halda okkur í deildinni náðist og gott betur en það. Fimmta sætið er betra en öll fimm sætin sem eru fyrir neðan það. Við hefðum verið með 22 stig fyrir lokaumferðina ef við hefðum unnið Fylki. Það hefði þýtt að við hefðum endað í fjórða sætinu, sem gefur mögulega Evrópusæti,“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×